fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFH fékk 99 verðlaunapeninga og sigraði með yfirburðum á öldungamóti í frjálsum...

FH fékk 99 verðlaunapeninga og sigraði með yfirburðum á öldungamóti í frjálsum íþróttum

Metþátttaka á öldungamóti í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum öldunga var haldið í Kaplakrika um helgina. Metþátttaka var á mótinu og voru keppendur alls 81 frá 17 félögum.

FH fékk langflest verðlaun á mótinu 99 samtals en ÍR kom í öðru sæti með 18 verðlaun og HSK/Selfoss í þriðja sæti með 14 verðlaun

FH fékk 43 gullverðlaun, 37 silfurverðlaun og 19 bronsverðlaun.

Keppendur í 800 m hlaupi kvenna

FH Íslandsmeistari

FH varð Íslandsmeistari með 551 stig, ÍR varð í öðru sæti eð 104 stig en HSK/Selfoss varð í þriðja sæti með 80 stig.

Keppt var í 106 greinum í hinum ýmsu aldursflokkum. Konur frá 30 ára aldri og karlar frá 35 ára aldri kepptu en elsti keppandinn var 86 ára en meðalaldur keppenda var 50 ár.

Keppendur í 800 m hlaupi karla

Flestir keppendur komu frá FH, 30 og kepptu þeir í einni til átta greinum hver.

Þeir voru: Anna Eðvaldsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir, Anna Ýr Böðvarsdóttir, Axel Einar Guðnason, Bjarney Ólöf Gunnarsdóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Edda Dröfn Eggertsdóttir, Egill Guðmundsson, Einar Ingimundarson, Erik Figueras Torras, Guðni Gíslason, Guðrún Sigríður Reynisdóttir, Gunnar Smith, Helen Ólafsdóttir, Helgi Harðarson, Hjörtur Pálmi Jónsson, Hreiðar Gíslason, Hrönn Árnadóttir, Hörður Jóhann Halldórsson, Jóhann Guðni Reynisson, Jóhann Ingibergsson, Jón Sigurður Ólafsson, Kristina Ulla Maria Andersson, Magnús Haraldsson, Sigurður Haraldsson, Steinn Jóhannsson, Torben Gregersen, Viggó Þórir Þórisson, Þorsteinn Ingimundarson og Þórhallur Jóhannesson.

Úrslit í öllum greinum má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2