fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFH-ingar hefja Íslandsmótið í handbolta með sigri

FH-ingar hefja Íslandsmótið í handbolta með sigri

Karlalið FH sigraði val 27-25

Í mikilli boltaveislu í Kaplakrika í dag sigraði karlalið FH Val í fyrsta leik sínum í Íslandsmótinu í handknattleik. FH mætti nýlega Val í Hafnarfjarðarmótinu þar sem Valur fór með sigur af hólmi.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af þremur mörkum sínum
Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af þremur mörkum sínum

Leikurinn í kvöld var spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu þar sem varnirnar voru í aðalhlutverki. FH náði 2ja marka forskoti 4-2 en Valur komst þá í 5-4 en eftir það var FH ávallt með frumkvæðið og náði mest þriggja marka forystu. Jafn var í hálfleik 11-11. Undir lokin náðu Valsmenn að jafna í 25-25 en FH-ingar skoruðu síðustu 2 mörkin og sigruðu í sínum fyrsta leik í Íslandsmótinu.

Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH inga með 7 mörk og þar af 5 af síðustu 6 mörkum FH-inga. Óðinn Þór Ríkharðsson var næst markahæstur með 5 mörk.

Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Einarsson skoruðu 4 mörk hvor og hinn 17 ára Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 3 mörk, Ágúst Birgisson skoraði einni 3 mörk og Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði 1. Ágúst Elí Björgvinsson varði 15 skot í marki FH.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2