fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH semur við tvo nýja knattspyrnumenn

FH semur við tvo nýja knattspyrnumenn

Styrkir liðið verulega með nýjum þjálfara

Knattspyrnudeild FH undirritaði í dag tveggja ára samning við Kristinn Steindórsson, knattspyrnumann sem lék með úrvalsdeildarliðinu Sundsvall í Svíþjóð.

Kristinn er uppalinn með Breiðabliki og lék undir stjórn Ólafs Kristjánsson sem nýlega tók við FH-liðinu.

Kristinn Steindórsson og Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH innsigla samninginn.

Þá hefur félagið einnig gert samning við Hollendinginn Geoffrey Castillion sem lék með Víkingi frá síðustu áramótum en mun leika í herbúðum FH næstu tvö árin. Hann skoraði 11 mörk í 16 leikjum með Víkingi og ætti því að vera góður fengur fyrir FH.

Nýlega samdi félagið við FH-inginn Hjört Loga Valgarðsson sem frá 2006 hefur leikið Svíþjóð og Noregi, síðast með Örebro í Svíþjóð. Hann hefur leikið 10 A-landsleiki.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2