fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFH tvöfaldur bikarmeistari í frjálsíþróttum - reyndar þrefaldir!

FH tvöfaldur bikarmeistari í frjálsíþróttum – reyndar þrefaldir!

56. Bikarkeppni FRÍ fór fram á ÍR-vellinum við Skógarsel í gær.

FH sendi tvö lið til keppni, bæði í karla- og kvennaflokki A-lið FH sem sigraði í báðum flokkum, karla- og kvennaflokki og urðu því bikarmeistarar utanhúss 2023.

Lið FH-A hlaut 114 stig í heildina, en ÍR, sigursælasta liðið í bikarkeppninni varð í öðru sæti með 100 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS varð í þriðja sæti með 72 stig.

Lið Breiðabliks varð í fjórða sæti með 68 stig, HSK/Selfoss í fimmta sæti með 63 stig, FH-B varð í sjötta sæti með 34 sti og lið Ármanns varð í sjöunda sæti með 24 stig en þau voru einungis með karlalið.

Bikarmeistarar FH kvenna 2023 – Ljósm.: FRÍ

Lokastaðan i kvennakeppninni

  • FH-A: 56 stig
  • ÍR: 45 stig
  • HSK/Selfoss: 31 stig
  • Fjölnir/UMSS: 26 stig
  • Breiðablik: 25 stig
  • FH-: 1 stig
Bikarmeistarar FH karla 2023 – Ljósm.: FRÍ

Lokastaðan í karlakeppinni

  • FH-A: 58 sitg
  • ÍR: 55 stig
  • Fjölnir/UMSS: 46 stig
  • Breiðablik: 43 stig
  • HSK/Selfoss:  32 stig
  • Ármann:  24 stig
  • FH-B: 13 stig

Tvö gömul mótsmet féllu

Kristín Karlsdóttir, FH, bætti mótsmetið í kringlukasti kvenna með kasti upp á 51,56 m. Fyrra metið var orðið 42 ára gamalt og átti Guðrún Ingólfsdóttir það, 50,40 m.

Irma Gunnarsdóttir, FH, bætti 27 ára gamalt mótsmet Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur í þrístökki kvenna er hún stökk 13,39 metra. Fyrra metið var 13,02 metrar.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

FH bikarmeistari í 23. sinn

FH varð bikarmeistari í 23. sinn og nálgast nú óðum ÍR-inga sem hafa orðið bikarmeistarar í samtals 25 skipti en Bikarkeppni FRÍ fór fyrst fram árið 1966.

Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, hlaupaþjálfara hjá FH er þetta ár einnig tímamót hjá FH því 50 ár er síðan fálagið tók fyrst þátt í bikarkeppninni þann 21. júlí 1973 en þá fór keppni 2. deildar fram á Akureyri. Sigurður keppti þar með FH og varð liðið þá í 4. sæti af 8 liðum en HSÞ sigraði.

Tók svo nokkur ár að komast upp í 1. deild en árið 1988 sigraði FH í fyrsta sinn og sigraði síðan 15 sinnum í röð árin 1994-2008.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2