Í tilefni jólanna koma Fjarðarfréttir út á prenti í dag. Blaðið, sem er 32 síður að stærð, er stútfullt af efni og Jólagjafahandbókin er stór hluti af blaðinu með fjölbreyttum jólagjafahugmyndum frá fyrirtækjum í Hafnarfirði.
Blaðinu er dreift inn á öll heimili í Hafnarfirði með Póstdreifingu og er að sjálfsögðu vel aðgengilegt hér á vefnum.
Bæjarbúar eru hvattir til gera innkaup sín í Hafnarfirði því með því tryggjum við uppbyggingu verslunar og þjónustu í okkar nærumhverfi.
Fjarðarfréttir hafa ekki komið út á prenti síðan fyrir síðustu jól en þá var ákvörðun að hætta í bili prentaðri útgáfu í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis og mismununar Hafnarfjarðarbæjar í kaupum á auglýsingum í bæjarblöðum.
En jólin er tími gleðinnar og kristileg gildi eru í hávegum höfð þegar við keppumst við að gleðja aðra. Fjarðarfréttir er sjálfstæður hafnfirskur fréttamiðill sem hefur að leiðarljósi að vekja umræðu um fjölbreytt málefni Hafnarfjarðar og að sjálfsögðu að hvetja bæjarbúa til að nýta þjónustu hafnfirskra fyrirtækja.
Þeim fyrirtækjum og stofnunum sem nýta Fjarðarfréttir sem auglýsingamiðil er þökkuð viðskiptin en þau gera útgáfuna mögulega. Án auglýsinga er engin útgáfa.
Blaðið liggur einnig frammi í Fjarðarkaupum og eldri blöð má lesa á Bókasafni Hafnarfjarðar.
Lestu blaðið á vefnum
Vefútgáfuna má lesa hér eða lesa blaðið á pdf hér