fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkt með 6 af 11 atkvæðum

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkt með 6 af 11 atkvæðum

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær með 6 atkvæðum af 11 en fulltrúi Viðreisnar greiddi atkvæði á móti en aðrir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Þriggja ára áætlunin var einnig samþykkt með 6 atkvæðum D-lista og B-lista en fulltrúi Miðflokksins greiddi atkvæði á móti en aðrir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 en einnig þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.

Áætlaður rekstrarafgangur A-hluta, sem er bæjarsjóður án fyrirtækja bæjarins, vatnsveitu, fráveitu, hafnarsjóði og húsnæðisskrifstofu, er 106,5 milljónir kr.

Áætlaður rekstrarafgangur af B-hluta fyrirtækjunum er hins vegar 735,8 millj. kr. og munar þar mestu um 456,8 millj. kr. rekstrarafgang Fráveitu og 180 millj. kr. rekstrarafgang Vatnsveitu.

Áætlaður rekstrarafgangur A- og B-hluta sveitarfélagsins er því 842,2 millj. króna

Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri, sem er sá mælikvarði sem á að sýna getu til að standa við skuldbindingar utan rekstrar, verði 886 milljónir kr. sem hefur farið lækkandi undanfarin ár en sambærileg tala fyrir 2019 var 3.396 millj. kr. Veltuféð kemur í raun allt frá B-hluta fyrirtækjum því veltufé frá rekstri A-hluta verður neikvætt um 374 millj. skv. áætluninni.

Skatttekjur eru áætlaðar 19,8 milljarðar kr. og fasteignaskattar tæpir 4,9 milljarðar kr. sem er um 360 millj. kr. hærra en áætlað var fyrir yfirstandandi ár.

„Með þeim hverfum sem eru að verða til í Hafnarfirði og hóflegri þéttingu á eldri svæðum er áætlað að árleg fjölgun Hafnfirðinga verði um 1.500–2.000 manns að meðaltali næstu fjögur árin. Jafnframt leggjum við  áherslu á að vernda einstakan bæjarbrag, styrkja eldri byggð og efla miðbæinn. Nýjar skipulagshugmyndir við Strandgötu, fyrirhuguð bygging Tækniskólans og rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið munu ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2022

  • Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta jákvæð um 842 milljónir króna
  • Rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 106 milljónir króna
  • Skuldhlautfall er áætlað 138% og skuldaviðmið áætlað um 97,7% í árslok 2022.
  • Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta 886 milljónir króna eða 2,5% af heildartekjum
  • Útsvarsprósenta óbreytt, eða 14,48%
  • Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækkaðir um tæplega 5% til þess að koma til móts við 9,1% hækkun fasteignamats
  • Almennt gert ráð fyrir að gjaldskrá fyrir árið 2022 haldist óbreytt eða hækki um 2,5%
  • Áætlaðar fjárfestingar nema liðlega fimm milljörðum króna
  • Kaup á félagslegum íbúðum áætluð fyrir um 500 milljónir króna
  • Útgjöld vegna málefna fatlaðra aukast um 13% og nema liðlega fjórum milljörðum króna
  • Samkvæmt áætlun mun íbúum fjölga að meðaltali um 1.500-2000 manns á ári næstu fjögur árin.

Helstu framkvæmdir árið 2022

Fjárheimild til framkvæmda árið 2022 er rúmlega fimm milljarðar króna. Hluti af þessari upphæð er til frekari uppbyggingar á Suðurhöfninni, kaupa á félagslegu húsnæði og framkvæmda vatnsveitu og fráveitu. Í fjárhagsáætlun 2022 er lögð áhersla á forgangsröðun í grunnþjónustu, svo sem umhverfismálum, samgöngum, íþróttaaðstöðu, húsnæði og fráveitumálum.

Í greinargerð með fjárhagsáætluninni eru sundurliðað hversu miklu fjármagni er ætlað í hin ýmsu verkefni og má finna sundurliðunina á bls. 62.

FlokkurMillj. kr.
Gatnagerð715
Göngu- og hjólaleiðir og umhverfismál561
Önnur mál, svo sem umferðaröryggismál, gatnalýsing, samgöngusáttmáli o.fl.477
Húsnæði almennt0
Skólahúsnæði405
Sundlaugar145
Íþróttafélög746
Önnur verkefni, svo sem framlag til skíðasvæða, aðgengismál, annað húsnæði o.fl.373
Vatnsveita292
Fráveita623
Húsnæðisskrifstofa500
Skipulagsvinna85
Hafnarsjóður338
SAMTALS5.260

Er hluti B-hluta fyrirtækja bæjarins, 1.677 millj. kr. af framkvæmdafé bæjarins.

Meðal verkefna eru

  • Gatnagerð í Hamranesi – 150 millj. kr.
  • Gatnagerð í Áslandi – 250 millj. kr.
  • Samgöngusamningur SSH – 202 millj. kr.
  • Niðurtekt Hnoðraholtslínu – 100 millj. kr.
  • Endurgerð gangstétta í eldri hverfum – 50 millj. kr.
  • Hjólastígar – 50 millj. kr.
  • Framkvæmdir við Hvaleyrarvatn 60 millj. kr.
  • Fegrun Hellisgerðis fyrir 100 ára afmælisárið – 25 millj. kr.
  • Endurnýjun gatnalýsingar mun ljúka að mestu – 50 millj. kr.
  • Breytingar á Hraunvallaskóla – 100 millj. kr.
  • Haukasvæði, knatthús, gervigras og fl. – 465 millj. kr.
  • FH svæði, grasæfingasvæði, gervigras í Risa og fl. – 101 millj. kr.
  • Sörli, reiðskemma og félagshúsnæði – 150 millj. kr.
  • Suðurbæjarlaug, endurnýjun – 105 millj. kr.
  • Lífsgæðasetur st. Jó, endurgerð – 100 millj. kr.
  • Stofnræsi frá atvinnusvæðum – 350 millj. kr.
  • Undirbúningur að nýjum leik- og grunnskóla í Hamranesi – 25 millj. kr.

Búist við afgangi af rekstri Hafnarfjarðarkaupstaðar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2