fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFjögur verkefni fengu styrk úr Minningarsjóði Bjarna og Helgu

Fjögur verkefni fengu styrk úr Minningarsjóði Bjarna og Helgu

 

Þann 8. mars voru styrkir veittir úr Minningarsjóði Helgu og Bjarna í Hásölum á afmælisdegi Bjarna Snæbjörnssonar.

Að þessu sinni hlutu fjögur verkefni styrki.

Músíkmeðferðarstöðin Hljóma, Austurgötu 38, hlaut 300 þúsund kr. styrk, til uppbyggingar á starfsemi stöðvarinnar.

Vinakot fékk 300 þúsund kr. styrk til að efla námstilboð fyrir skjólstæðinga sína á framhaldsskólaaldri.

Aduria fékk 300 þúsund kr. styrk til að setja upp tónleikhúsverkið Annarleik, vinsamlega ádrepu um vatn og vitfirringu.

Freydís Jóna Freysteinsdóttir fékk 600 þúsund kr. styrk til að bjóða börnum í Hafnarfirði, sem orðið hafa fyrir áföllum af einhverju tagi, upp á leikmeðferð.

Magnús Snæbjörnsson afhenti styrkina fyrir hönd stjórnar Minningarsjóðsins, en Magnús skipar stjórn sjóðsins ásamt séra Jóni Helga Þórarinssyni og Rósu Guðbjartsdóttur.

Minningarsjóður Helgu og Bjarna hefur starfað frá árinu 2006 og hlutverk sjóðsins er að styðja við og efla einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila í Hafnarfirði sem veita börnum, sem glíma við hvers konar erfiðleika, þjónustu og aðstoð. Frá stofnun sjóðsins hafa 31 verkefni fengið styrkveitingar. Segir í fréttatilkynningu að  það sé von fjölskyldu Helgu og Bjarna að styrkirnir verði til að efla enn frekar það góða og gefandi starf styrkþega í garð hafnfirskrar æsku.

Minningarsjóð Helgu og Bjarna

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2