fbpx
Föstudagur, febrúar 21, 2025
HeimFréttirFjölmenni á metnaðarfullum þemadögum í Víðistaðaskóla

Fjölmenni á metnaðarfullum þemadögum í Víðistaðaskóla

Þemadagar eru árlegur viðburður í Víðistaðaskóla þar sem skólastarf er brotið upp í þrjá daga.

Þemadagarnir enduðu á frumsýningu á söngleik 10. bekkinga sem að þessu sinni var West Side Story.

Að sögn Dagnýjar Kristinsdóttur, skólastjóra, var að þessu sinni ákveðið að hafa alþjóðaþema með vísan til þess að við komum alls staðar að og heimurinn er okkar.

20 tungumál töluð í skólanum

Hún segir að í skólanum séu töluð 20 móðurmál og hafi þessi vinna gefið nemendum af erlendum uppruna tækifæri til að kynna sitt land og sína menningu.

Verkefnum var skipt eftir stigum. Yngsta stig tók fyrir hafið, Suðurskautslandið og dýrin í mismunandi heimsálfum. Miðstig tók heimsálfurnar fyrir og unglingastig tók fyrir einstök lönd.

Afrakstur þemadaganna var settur upp svo foreldrar gætu komið og skoðað hann.
Föstudaginn 14. febrúar var opið hús þar sem forráðamönnum var boðið að koma. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var aðsókn gríðarlega góð og almenn ánægja meðal forráðamann og starfsmanna að sögn Dagnýjar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2