fbpx
Laugardagur, desember 28, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFjölmennt í kirkjuhlaupi Skokkhóps Hauka og Ástjarnarkirkju

Fjölmennt í kirkjuhlaupi Skokkhóps Hauka og Ástjarnarkirkju

Skokkhópur Hauka og Ástjarnarkirkja buðu til árlegs Kirkjuhlaup á öðrum degi jóla.

Hlaupararnir áður en haldið var af stað

Hófst það kl. 10 með stuttri hugvekju í Ástjarnarkirkju og söng. Mættir voru hlauparar úr ýmsum hlaupahópum og héldu af stað, hver á sínum hraða enda markmiðið að njóta og engin keppni í gangi. Þeir sem fóru lengst hlupu um 14 km en margir slepptu að hlaupa út að Garðakirkju og hlupu þá um 10 km og einhverjir fóru styttra.

Í Ástjarnarkirkju

Komið var að kirkjum og kapellum og margir snertu kirkjudyrnar á hverjum stað.

Komið verður við á eftirfarandi stöðum:

Við kepelluna í Hafnarfjarðarkirkjugarði

Ástjarnarkirkju
Kapellan í Hafnarfjarðarkirkjugarði
Kaþólsku Kirkjunni
Klaustrið
Fríkirkjunni
Víðistaðakirkju
Garðakirkju
Hafnarfjarðarkirkju
Ástjarnarkirkju

Við Kapelluna í Hafnarfjarðarkirkjugarði

En heitt kakó með rjóma og borð sem svignaði undan góðgæti beið í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju og það hvatti eflaust marga áfram enda frekar kalt og blautt, sérstaklega þegar líða tók á hlaupið. Átti fólk góða stund í safnaðarheimilinu, ánægðir með hlaup í hressilegu veðri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2