Skokkhópur Hauka og Ástjarnarkirkja buðu til árlegs Kirkjuhlaup á öðrum degi jóla.
Hófst það kl. 10 með stuttri hugvekju í Ástjarnarkirkju og söng. Mættir voru hlauparar úr ýmsum hlaupahópum og héldu af stað, hver á sínum hraða enda markmiðið að njóta og engin keppni í gangi. Þeir sem fóru lengst hlupu um 14 km en margir slepptu að hlaupa út að Garðakirkju og hlupu þá um 10 km og einhverjir fóru styttra.
Komið var að kirkjum og kapellum og margir snertu kirkjudyrnar á hverjum stað.
Komið verður við á eftirfarandi stöðum:
Ástjarnarkirkju
Kapellan í Hafnarfjarðarkirkjugarði
Kaþólsku Kirkjunni
Klaustrið
Fríkirkjunni
Víðistaðakirkju
Garðakirkju
Hafnarfjarðarkirkju
Ástjarnarkirkju
En heitt kakó með rjóma og borð sem svignaði undan góðgæti beið í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju og það hvatti eflaust marga áfram enda frekar kalt og blautt, sérstaklega þegar líða tók á hlaupið. Átti fólk góða stund í safnaðarheimilinu, ánægðir með hlaup í hressilegu veðri.