Það viðraði vel til hátíðarhalda þegar jólin voru kvödd með þrettándagleði í dag.
Þó engin væri álfabrennan og a.m.k. venjulegt fólk sá enga álfa þá virtist fólk skemmta sér ágætlega þegar Sigga Ózk söng við góðar undirtektir og fólk söng hástöfum undir með Árna Beinteini og Sylvíu sem sungu brot úr því besta úr þáttunum Bestu lög barnanna og hápunkturinn var þegar ungu snillingarnir úr Krakkaskaupinu komu fram á sviði í fyrsta sinn.
Eftir flotta flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar lögðu margir leið sína í íþróttahúsið við Strandgötu þar sem Badmintonfélagið seldi kakó og vöfflur og bauð fólki að prófa badminton.