fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirFjölskyldan í fyrirrúmi

Fjölskyldan í fyrirrúmi

Sævar Gíslason skrifar

Hvað er fjölskylda? Fjölskyldan er hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili þar sem einstaklingarnir deila tómstundum, hvíld, tilfinningum, efnahag, ábyrgð og verkefnum. Fjöl­skyldan gegnir lykilhlutverki í mótun einstaklingsins og er grundvöllur fyrir tengsla­mynd­un og heilbrigðum til­finn­­ingaþroska. Til að þessi skilgreining hafi merkingu þurfum við eftir okkar fremsta megni að hlúa að fjölskyldum og það ætlar Miðflokkurinn að gera með margvíslegum úrræðum. Til að mynda að afnema heimalærdóm, auka frístunda­styrk, frítt í strætó, frítt í sund fyrir náms­menn og einstaklinga undir 18 aldri svo eitthvað sé nefnt.

Í nútímasamfélagi hafa, með síaukn­um tækninýjungum, því miður minnk­að þær gæða stundir sem við höfum sem fjölskylda og við þurfum að reyna finna leiðir til að sporna við því.

Heimanám getur valdið togstreitu og pirringi milli foreldra og barna og eftir átta til níu tíma vinnudag hjá börnum koma þau heim og þurfa þá að leysa heimaverkefni með oft á tíðum þreytt­um foreldrum sem hafa mismikla þolinmæði og getu til að aðstoða þau. Við í Miðflokknum ætlum breyta þessu, afnema heimanám og einbeita okkur meira að lausnamiðuðum hugmyndum fyrir fjölskyldur. Miðflokk­urinn ætlar að beita sér fyrir auknari fjölskylduvænni afþrey­ingu og skoða til dæmis að stuðla að byggingu skauta­svells, keiluhúss, klifurseturs og fleira.

Með þetta ofangreint í huga sem og fjölga útivistarsvæðum og fleira í þágu fjölskyldna, þá getum við byggt upp fjölskylduvænt samfélag sem önnur bæjarfélög geta litið upp til og þar með laðað til okkar fleira fólk til að auðga okkar sveitarfélag til muna.

Ég býð fram krafta mína hjá Mið­flokknum því þar vinnum við að skyn­samlegum lausnum og fram­kvæm­­um.

Sævar Gíslason iðnfræðingur
og skipar 9. sæti á lista Miðflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2