Fjórir úr FH voru valdnir til þáttöku á Evrópumeistaramóti 20-22 ára sem fer fram í
Bydgoszcz í Póllandi 13.-16. júlí en alls voru níu valdnir. Þetta er einn fjölmennasti hópur sem Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sent á stórmót í nokkurn tíma.
Þessir níu íþróttamenn hafa allir náð tilskildum lágmarksárangri til þáttöku.
Þeir eru:
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH sem tekur þátt í 400 m grindahlaupi.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR sem tekur þátt í 800 m og 1.500 m hlaupi.
Dagbjartur Daði Jónsson úr ÍR sem keppir í spjótkasti.
Guðni Valur Guðnason úr ÍR sem keppir í kringlukasti.
Hilmar Örn Jónsson úr FH sem tekur þátt í sleggjukasti.
Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH sem tekur þátt í 100 og 200 m hlaupi.
Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðabliki sem keppir í spjótkasti.
Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR sem tekur þátt í kringlukasti.
Vigdís Jónsdóttir úr FH sem keppir í sleggjukasti.