fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFjórir að fara á EM frá FH

Fjórir að fara á EM frá FH

Fjórir úr FH voru valdnir til þáttöku á Evrópumeistaramóti 20-22 ára sem fer fram í
Byd­goszcz í Póllandi 13.-16. júlí en alls voru níu valdnir. Þetta er einn fjölmennasti hópur sem Frjálsíþróttasamband Íslands hefur sent á stórmót í nokkurn tíma.

Þessir níu íþróttamenn hafa allir náð tilskildum lágmarksárangri til þáttöku.
Þeir eru:

Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir úr FH sem tek­ur þátt í 400 m grinda­hlaupi.
Aníta Hinriks­dótt­ir úr ÍR sem tek­ur þátt í 800 m og 1.500 m hlaupi.
Dag­bjart­ur Daði Jóns­son úr ÍR sem kepp­ir í spjót­kasti.
Guðni Val­ur Guðna­son úr ÍR sem kepp­ir í kringlukasti.
Hilm­ar Örn Jóns­son úr FH sem tek­ur þátt í sleggjukasti.
Kol­beinn Höður Gunn­ars­son úr FH sem tek­ur þátt í 100 og 200 m hlaupi.
Sindri Hrafn Guðmunds­son úr Breiðabliki sem kepp­ir í spjót­kasti.
Thelma Lind Kristjáns­dótt­ir úr ÍR sem tek­ur þátt í kringlukasti.
Vig­dís Jóns­dótt­ir úr FH sem kepp­ir í sleggjukasti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2