Fjórmenningarnir og vinirnir Aron Breki Daníelsson, Ásmundur Arnar Ólafsson, Benjamín Heimisson og Hákon Aðalsteinsson ætla að ganga frá Mosfellsbæ að Borgarnesi núna um helgina, um 100 km leið en markmiðið er að safna fé til að styrkja föður Benjamíns, Heimir Hilmarsson, sem greindist fyrir skömmu með krabbamein á fjórða stig.
Sagði Aron Breki í samtali við Fjarðarfréttir að gangan legðist vel í þá félaga, búast mætti við roki í dag en veðrið ætti að vera betra á morgun. Gera þeir ráð fyrir að gangan taki um 48 tíma en þeir munu gista í tjaldi um nóttina en leðina segja þeir vera 101 km.
Fjórmenningarnir eru fæddir 2001 og eru vinir síðan í Áslandsskóla. Þeir eru í björgunarsveitarstarfi hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar og reikna með að ganga í um 48 tíma samfleytt en þeir hafa æft sig vel fyrir ferðina.
Styrktarreikningur
Hægt er að styðja við söfnun strákanna fyrir Heimir Hilmarsson með því að leggja inn á reikning:
Kt: 2304012090 banki: 0545-14-2774
Þeir verða með live stream á leiðinni og ætla að birta myndir af sér á Instagram Adrenaline_iceland og undir myllumerkinu #Hjálpumstað á Facebook ef fólk vill fylgjast með.