Um 400 krakkar voru saman komnir á Víðistaðatúni sl. fimmtudag en þá var sumarhátíð sumarfrístundar Hafnarfjarðarbæjar haldin kl. 13-15.30.
Grillaðar voru pylsur, farið var í leiki, skemmt sér í hoppukastölum og siglt á kanóum sem skátarnir lánuðu svo eitthvað sé nefnt.
Veðrið lék sér við gesti og allir voru í sólskinsskapi.
Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi var ánægður með daginn og það virtust krakkarnir líka.