fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFlórgoðinn mættur á Hvaleyrarvatn

Flórgoðinn mættur á Hvaleyrarvatn

Flórgoðapar sást á Hvaleyrarvatni sl. föstudag en tvö pör hafa verpt þar sl. ár. Ómar Smári Ármannsson hefur fylgst vel með flórgoðanum á vatninu sá parið og tók meðfylgjandi myndir. Segir hann að einungis muni þremur dögum á komu þeirra nú og í fyrra og kom parið fyrr í ár.

Flórgoðinn hefur ekki verpt í stör, heldur inni á milli víðirunna sem vaxa meðfram vatninu. En nú hefur vatnsyfirborðið lækkað svo mikið að það er ekki lengur ákjósanlegur varpstaður. Aðeins eitt par verpti þarna í fyrra, þá í greinahrúgu sem hafði verið komið fyrir á vatninu.

Að frumkvæði Ómars útbjuggu starfsmenn Skógræktarfélagsins fljótandi eyjar úr trjágreinum sem ætlaðar eru sem varpstaður fyrir flórgaðann. Sagði Ómar að fuglarnir hafi farið beint í eina eyjuna við komuna.

Flórgoðavarpið er viðkvæmt fyrir truflun svo fólk er hvatt til að halda hundum sínum í bandi við Hvaleyrarvatn og ekki vaða eða sigla nálægt fuglunum sem oftast halda sig við suður og s-v enda vatnsins.

Ljósmyndir: Ómar Smári Ármannsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2