fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFlugeldarusl víða sem íbúar skilja eftir – en aðrir hreinsa upp

Flugeldarusl víða sem íbúar skilja eftir – en aðrir hreinsa upp

Íbúi í Áslandinu sendi Fjarðarfréttum mynd sem tekin var rétt fyrir hádegi 5. janúar þar sem sjá matti gríðarlegt magn af flugeldarusli í hverfinu. Víða hefur mátt sjá rusl, m.a. á Strandstígnum og alltof mikið um að fólk hreinsi ekki til eftir sig.

En sem betur fer eru svo aðrir sem taka til eftir sig og jafnvel eftir aðra og meira segja í stórum stíl.

Ólafur mætti með stóra kerru og veitti ekki af. – mynd af Facebook

Ruslið sem sást fyrir hádegi í hádeginu var horfið um kvöldið en þar var að verki Ólafur Hjálmarsson sem kom með kerru og tíndu upp allt ruslið og kom í Sorpu. Ættu þeir sem skildu draslið eftir að skamma sín að aðrir íbúar þurfi að hreinsa eftir þá. Reyndar var Ólafur ekki að gera þetta í fyrsta sinn, var búinn að fara áður strax eftir áramót og hefur gert síðustu ár. Aðdáunarvert hjá honum.

Eru bæjarbúar hvattir til að fara að dæmi Ólafs og fjarlægja drasl, þó í minna mæli væri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2