fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFólki bjargað úr sjónum utan við Norðurbakkann

Fólki bjargað úr sjónum utan við Norðurbakkann

Æfð var björgun með áhöfn skemmtiferðaskipsins L‘Austral

Sigmaður sækir næst síðasta manninn úr sjónum. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Sigmaður sækir næst síðasta manninn úr sjónum.
Ljósmynd: Guðni Gíslason

Fjölmargir fylgdust með þegar þyrla Landhelgisgæslunnar sveimaði yfir ytri höfninni í Hafnarfirði strax eftir hádegi í dag. Voru nokkrar vangaveltur um það hvað hafi gerst en stór björgunarbátur var á sjónum, og minni gúmmíbátar auk þess sem sjá mátti fólk í sjónum.

Engin hætta var þó á ferð því hér var Landhelgisgæslan að æfa björgun fólks úr sjónum og tóku þátt skipverjar á skemmtiferðaskipinu L‘Austral sem lá við bryggju í Hafnarfirði.

Þyrlan lenti með "skipsbrotsmennina" við hlið skemmtiferðaskipsins. Ljósmynd: Guðni Gíslason
Þyrlan lenti með “skipsbrotsmennina” við hlið skemmtiferðaskipsins.
Ljósmynd: Guðni Gíslason

Gríðarleg fjölgun skemmtiferðaskipa hér við land hefur kallað á sérstakar æfingar og eru þær gerðar með jöfnu millibili.

Eftir að hafa sótt fólk úr björgunarbátum kom þyrlan aftur og sótti fólk sem var í sjónum og lenti með það við hlið skemmtiferðaskipsins.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2