fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFólkið í forgang

Fólkið í forgang

Adda Marí Jóhannsdóttir

Síðastliðinn laugardag opnaði Samfylkingin í Hafnarfirði kosninga­skrifstofu sína á Strandgötu 43 þar sem áherslu­málin í komandi kosningum voru kynnt. Þau eru í samræmi við grunngildi jafnaðarstefnunnar um jafnrétti og jöfn tækifæri. Húsnæðismál, leikskólamál og málefni aldraðra eru leiðarstef í kosningaáherslum okkar ásamt auðvitað ýmsu öðru sem skiptir máli þegar kemur að rekstri bæjarfélags.

Tímabil glataðra tækifæra

Það svíður hversu illa tækifæri til sóknar hafa verið nýtt á þessu kjörtímabili sem nú er að líða undir lok. Þar sem viðsnúningur varð á rekstri bæjarins á árunum 2011-2013 var tækifæri til að hefja upp­bygg­ingu eftir niðurskurð á árunum eftir hrun. Í stað þess að nýta þau tækifæri var máluð upp sú mynd að staða bæjarfélagsins væri það slæm að ráðast þyrfti í hagræðingaraðgerðir sem voru með öllu ónauðsynlegar. Dauðafæri var til að gera stórátak í leikskólamálum þar sem börnum fækkaði í árgöngum og pláss losnuðu. Þess í stað var fjórum leikskólaúrræðum lokað í sparnaðar­skyni. Skarðs­hlíðarhverfið sem tilbúið var til úthlutunar hefur staðið óhreyft allt kjörtímabilið vegna ítrekaðra skipulagsbreytinga og íþyngjandi skipulagsskilmála og Hafnarfjörður dregist aftur úr öðrum sveitarfélögum hvað húsnæðisuppbyggingu varðar. Hjúkrunarheimili er ekki enn risið og viðhald á eignum bæjarins hefur setið á hakanum. Í því góðæri sem ríkir hafa tækifæri verið illa nýtt.

Það skiptir máli hverjir stjórna

Okkur í Samfylkingunni finnst kominn tími á að setja fólkið aftur í forgang. Við vilj­um gera stórátak í leikskóla­málum með því að lækka inntökualdur í 12 mánuði, opna ungbarnaleikskóla og ungbarnadeildir, samhliða því að bæta starfsumhverfi á leikskólum til að bregðast við mann­eklu. Við ætlum að byggja leikskóla í Suðurbæ og opna Kató aftur sem ungbarnaleikskóla. Við viljum stórauka framboð á húsnæði á viðráðanlegum kjörum með því að tryggja nægt framboð af lóðum og bjóða upp á fjöl­breytta valkosti á húsnæðismarkaði. Við viljum einnig mæta ólíkum þörfum eldri borgara m.a. með því að stórefla heimaþjónustu ásamt því að þrýsta á um fjölgun hjúkrunarrýma.

Í stefnuskrá okkar fjölmörg önnur mál sem við leggjum áherslu á og lesa má um á heimasíðu okkar xshafnar­fjordur.is Þá er kosningaskrifstofan okkar opin og má sjá upplýsingar um opnunartíma á heimasíðu og face­book.

Adda Marí Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi
og skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2