Fólkbíll brann við Lónsbraut í nótt og er gjörónýtur. Allt brann sem brunnið gat ef frá eru skildar leyfar af dekkjum á annarri hlið bílsins. Álfelgur bílsins bráðnuðu, svo mikill var hitinn en þegar slökkviliðið kom á staðinn á sjötta tímanum í morgun var bíllinn alelda.
Flest lýtur út fyrir að kveikt hafi verið í bílnum en hann stendur utan við veg innst á Lónsbrautinni. Bíllinn var á númerum og mátti greina bókstafinn V fremst í númerinu sem var fast við jörðina með bráðinn stuðara og fleira ofan á.