fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirForeldrar ungra barna geta sótt um styrk til að vera heima með...

Foreldrar ungra barna geta sótt um styrk til að vera heima með börnunum

Ailom niðurgreiðsla og stofnstyrkur til dagforeldra

Frá og með 1. janúar 2023 býður Hafnarfjarðarbær upp á heimgreiðslur til foreldra barna frá 12 mánaða aldri, stofnstyrk til dagforeldra og hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra. Eru þær sagðar hafa að markmiði að skapa ný tækifæri og aukna valmöguleika fyrir foreldra, gefa þeim tækifæri til að vera lengur heima og samhliða fjölga í mikilvægum hópi dagforeldra.

Heimgreiðslur til foreldra ungra barna

Heimgreiðslur kallast greiðslur sem foreldrar barna í Hafnarfirði sem náð hafa 12 mánaða aldri geta sótt um til að vera heima með börnum sínum og nema sömu upphæð og almenn niðurgreiðsla með börnum hjá dagforeldri. Með því á að koma til móts við óskir foreldra um fleiri leiðir til að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til barn hefur skólagöngu í leikskóla.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að samhliða þessu þurfi að halda áfram að finna fleiri leiðir og lausnir þannig að fjölbreytt og raunverulegt val fyrir nýbakaða foreldra sé til staðar s.s. lenging á fæðingarorlofi og enn frekari efling og aukning í sveigjanleika leikskóladvalar og dagforeldrakerfis.

Í dag eru alls 26 dagforeldrar starfandi í Hafnarfirði.

Fjölga á í hópi dagforeldra og greiðslur hækka

Eftirspurn eftir þjónustu dagforeldra er mikil og talið ljóst að ákveðinn hópur barna unir sér vel og stundum betur í smærri hópum og í heimilislegum aðstæðum. Dagforeldrar sem starfað hafa hjá bæjarfélaginu í 12 mánuði og hafa fullgilt starfsleyfi geta frá og með 1. janúar 2023 sótt um 300.000 kr. stofnstyrk að upphæð. Samhliða hækkaði greiðsla til handa dagforeldrum vegna dvalar barna úr 8.433.- kr. á dvalarstund kr. í 12.800.- kr á dvalarstund.

Tekjulægri foreldrar/forsjáraðilar geta sótt um viðbótarniðurgreiðslu.

Systkinaafsláttur fæst svo þegar systkini eru samtímis hjá dagforeldri, í leikskóla eða í frístund og fær annað barn 75% afslátt og þriðja 100%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2