fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimFréttirForval á verktökum vegna byggingar nýs grunnskóla í Hamranesi

Forval á verktökum vegna byggingar nýs grunnskóla í Hamranesi

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að fara í forval á verktökum vegna byggingar á nýjum grunnskóla í Hamranesi.

Hefur starfshópur um undirbúning að byggingu Hamranesskóla ákveðið að farið verði í alútboð við byggingu hans.

Starf skólans hófst í raun í fjórum færanlegum kennslustofum við Skarðshlíðarskóla vegna tafa á byggingu skóla í Hamranesi en í júní sl. voru 50 börn með lögheimili í Hamranesi með samþykkta skólavist í Skarðshlíðarskóla í vetur.

Í minnisblaði sem fræðslustjóri tók sama er tekið sérstaklega fram að börn sem nú þegar eru fluttir í Hamranesið koma til með að hefja skólagöngu sína í Skarðshlíðarskóla enda sé sá skóli ekki full setinn. Til viðbótar við þau rými sem þar eru bætast við færanlegar kennslustofur. Hamranesskóli hefur starfsemi sína í færanlegum kennslustofum með ráðningu skólastjóra í ágúst 2025 eða eins og segir í minnisblaði, „Auglýst verður eftir skólastjóra í janúar 2025 sem tekur til starfa við undirbúning skólastarfs og stofnun Hamranesskóla frá 1. ágúst 2025. Hann tekur þátt í hönnunar- og hugmyndavinnu að innra starfi og stefnu skólans“

Skólastarf hefjist í nýjum skóla haustið 2026

Gert er ráð fyrir að bygging skóla í Hamranesi hefjist á næsti ári og að fyrstu nemendur hefji þar skólagöngu haustið 2026 og starfsemi verði að fullu í skólanum 2028.

Áætlað er að börn á leik- og grunnskólaaldri verði rúmlega 800 í skólanum en reiknað er með að börn úr Hamranesi verði nálægt 140 í Skarðshlíðarskóla haustið 2025.

Á þriðja fundi starfshópsins 5. september sl. segir að meginhugmyndafræðin sé að fara í einn Hamranesskóla fyrir 1-16 ára með sameiginlegri stjórn, einum skólastjóra og tveimur aðstoðarskólastjórum.

Lóð undir leik- og grunnskóla er að Hringhamri 16, í miðju svæðisins skv. nýsamþykktu skipulagi.

Leik- og grunnskóli

Hugmyndafræðin gengur út á að um sé að ræða samfellda skólagöngu barna og skilin milli
leik- og grunnskólastigs séu ógreinileg og aðgengi að sérgreinastofum og sameiginlegum
rýmum sé fyrir öll börn í skólanum.

Hópurinn hefur skoðað fyrirkomulag á aðstöðu til íþróttaiðkunar, hvort byggja eigi skólaíþróttahús eða hverfisíþróttahús. Hvort aðstaða fyrir sundkennslu verði innan skólans eða með nýtingu á hverfislaug. Þá voru umræður um það hvort bókasafn skólans geti þjónað sem hverfisbókasafn sem útibú frá Bókasafni Hafnarfjarðar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2