fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFöstudagsfjör með Patreki

Föstudagsfjör með Patreki

„Þetta snýst um að nenna að æfa“

Það var fullt út úr dyrum og eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar von var á  Patreki Jóhannessyni í föstududagsfjör Kaplakrika síðastliðin föstudag. Framundan var fróðlegur og lifandi fyrirlestur um velgengni og taktík í handbolta.

Margt af því sem kom fram voru gullmolar sem hann hafði stúderað sjálfur. Hann er eins og flestir vita landsliðsþjálfari Austurríkis og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta. Hann talaði um hvaða þættir væru algengastir til þess að skapa hörkulið og hvað hann hefði séð hjálpa liðum að eflast. Hann sagði frá því hvað hefði hjálpað honum í náminu sem hann stundaði í HR til að verða enn sterkari og meðvitaðri þjálfari.

Gestir hlustuðu með athygli.

Aðspurður hvernig hann upplifði námsferilinn núna ólíkt því sem hann þekkir svaraði hann: „Ég get ekki beðið eftir að mæta í tíma, hafði lítinn áhuga á skóla áður“. Einnig talaði hann um að til að verða frábær keppnismaður snýst þetta um að „nenna að æfa“ og það að vera undirbúinn í að takast á við hið óvænta, sé oft það sem sker úr um hvort liðið vinnur. Svo lét hann auðvitað fylgja með þetta klassíska lykilatriði að það skemmi ekki fyrir að menn hiti almennilega upp fyrir seinni hálfleik.

Lambakjöti var girnilegt.

Boðið var upp á girnilegt lambakjöt, sem fór ljúflega ofan í mannskapinn þegar hann hélt ræðu sína og hann átti auðvelt með að fá fólk til að skilja hversu mikið hjarta hann hefur á bak við það sem hann gerir. Auðséð var að allir kunnu að meta þessa góðu heimsókn og viskuna sem hann gat deilt með sér. Ekki skemmdi fyrir að maturinn var alveg uppá tíu.

Soffía Hrönn G.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2