Framsóknarflokkurinn eykur fylgi sitt um 71% og bætir við sig einum bæjarfulltrúa og Samfylkingin eykur sitt fylgi um 50% og bætir við sig 2 bæjarfulltrúum og eru því ótvíræðir sigurvegarar kosninganna í Hafnarfirði og þeir einu sem bæta við sig hlutfallslegu fylgi.
Þetta breytir hins vegar litlu um mögulegt meirhlutasamstarf því meirihlutinn heldur velli þó Sjálfstæðisflokkurinn tapi rúmum 11% af sínu fylgi og missi einn bæjarfulltrúa.
Mesta afhroðið geldur Miðflokkurinn og Bæjarlistinn sem tapa sínum bæjarfulltrúum. Miðflokkurinn tapar 64% af sínu fylgi og Bæjarlistinn tapar 46% af sínu fylgi. VG kemur þar rétt á eftir og tapar 37% af sínu fylgi en flokkurinn hafði ekki bæjarfulltrúa á síðasta kjörtímabili.
Kjörsóknin var 60,4% en hún var 58,1% í síðustu kosningum.
Auðir seðlar voru 295 og ógildir voru 39.
B listi – Framsókn: 1.750 (926) atkvæði, 13,7%, 2 bæjarfulltrar (+1)
C listi – Viðreisn: 1.170 (1.098) atkvæði, 9,1%, 1 bæjarfulltrúi
D listi – Sjálfstæðisflokkur: 3.924 (3.900) atkvæði, 30,7%, 4 bæjarfulltrúar
L listi – Bæjarlistinn: 546 (906) atkvæði, 4,3%, (-1)
M listi – Miðflokkurinn: 363 (878) atkvæði, 2,8%, (-1)
S listi – Samfylking: 3710 (2.331) atkvæði, 29%, 4 bæjarfulltrúar (+2)
V listi – Vinstri grænir: 552 (776) atkvæði, 4,3%
P listi – Píratar: 784 (754) atkvæði, 6,1%
(atkvæði 2018 í sviga)
Sjálfstæðisflokkur þyrfti að bæta við sig 91 atkvæði til að fella 2. mann Framsóknar og Píratar þyrftu að bæta við sig 92 atkvæðum til að ná inn manni og fella 2. mann Framsóknar. Samfylking hefði hins vegar þurft að bæta við sig 134 atkvæðum til að fella 2. mann Framsóknar.
Bæjarfulltrúar 2022
- Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki
- Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu
- Orri Björnsson, Sjálfstæðisflokki
- Sigrún Sverrisdóttir, Samfylkingu
- Valdimar Víðisson, Framsókn
- Kristinn Andersen, Sjálfstæðisflokki
- Árni Rúnar Þorvaldsson, Samfylkingu
- Jón Ingi Þorvaldsson, Viðreisn
- Kristín María Thoroddsen, Sjálfstæðisflokki
- Hildur Rós Guðbjargardóttir, Samfylkingu
- Margrét Vala Marteinsdóttir, Framsókn