fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirFrekar rólegt í Hafnarfirði og lítið að fjúka

Frekar rólegt í Hafnarfirði og lítið að fjúka

Flestir héldu sig heima í morgun

Hafnarfjörður slapp nokkuð vel í óveðrinu í nótt og í morgun. Skv. upplýsingum Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, voru ekki mörg útköll í Hafnarfirði og flest vegna fokinna muna. Voru það helst öskutunnur, kerrur og aðrir smámunir sem fuku. Eitt útkall var í miðja Öldugötuna þar sem þak hafði fokið af timburskúr.

Léttar girðinga fuku við Hádegisskarð

Fáir voru á ferli þegar blaðamaður Fjarðarfrétta fór um bæinn í morgun og umferð eðlilega lítil í gegnum bæinn þar sem Reykjanesbrautin var lokuð við Straumsvík.

Fólk hefur greinilega tekið viðvörunum alvarlega og tryggt lausamuni svo þeir fjúki ekki og haldið sig heima. Veðrið virðist þó vera að ganga hraðar niður og vindur virðist ekki hafa náð þeim styrk í Hafnarfirði sem spáð var. Hafnarfjörður liggur nokkuð vel við norðan- og austanáttum því var kannski viðbúið að veðurhæðin yrði ekki eins mikil og víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.

Vindhraði í Straumsvík hefur verið 15-18 m/s í morgun með allt að 30 m/s í hviðum skv. mælum Veðurstofunnar. Vindhraði í Urriðaholti hefur verið 7-11 m/s og allt að 26 m/s í hviðum. Vindmælir Veðurstofunnar í Kauptúni hefur hins vegar sýnt 10-18 m/s og allt að 32 m/s í hviðum og 28 m/s kl. 10 í morgun.

Norðurgarðurinn var á kafi og Suðurgarðurinn að mestu líka.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2