
Frjálsíþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir var útnefnd íþróttakona FH á hátíð sem haldin var í dag, gamlársdag. Er þetta í fyrsta sinn sem FH útnefnir íþróttakona og íþróttakarl en áður hefur félagið útnefnt íþróttamann ársins.
Aðrar konur sem tilefndar voru:
- Birna Íris Helgadóttir handknattleiksdeild
- Jeanette J. Williams knattspyrnudeild
- Aldís Edda Ingvarsdóttir skylmingadeild

Davíð Þór Viðarsson knattspyrnumaður var svo útnefndur íþróttakarl FH en móðir hans tók við verðlaununum í fjarveru hans.
Aðrir karla sem tilnefndir voru:
- Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttadeild
- Einar Rafn Eiðsson handknattleiksdeild
- Guðjón Ragnar Brynjarsson skylmingadeild

Afhent úr minningarsjóði
Á hátíðinni í Kaplakrika var afhent úr íþrótta- og afrekssjóði til minningar um Hrafnkel Kristjánsson íþróttafréttamann sem lést í bílslysi árið 2009.
Þetta var sjötta árið í röð sem sjóðurinn styrkir deildir félagsins, en í þetta skiptið var 7. og 8. flokkur í knattspyrnu styrktur með sérmerktum hlýjum húfum sem leikmennirnir geta notað á æfingum á veturna.
Hrafnkell var uppalinn FH-ingur og spilaði fjölda meistaraflokksleikja með FH.