fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFrömdu rán í verslun

Frömdu rán í verslun

Kl. 18.13 í gær var lögreglunni tilkynnt um rán í verslun í Hafnarfirði.

Tveir einstaklingar fóru inn í verslun, veittust að starfsmanni og tóku vörur áður en þeir yfirgáfu vettvang á bifreið.

Lögregla stöðvaði bifreiðina á Reykjanesbraut og handtók þrjá einstaklinga sem í bifreiðinni voru. Tvennt var vistað í fangaklefa í þágu rannsóknar.

Þetta kom fram í dagbók lögreglu. Við nánari skoðun kom í ljós að þetta var í verslun 66 North í Molduhrauni í Garðabæ, en Molduhraunið tilheyrði þó Hafnarfirði allt til 1978 er Garðabær fékk land í skiptum við Setbergslandið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2