fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFulltrúi Sjálfsstæðisflokks samþykkir ekki deiliskipulag vegna sorpmála

Fulltrúi Sjálfsstæðisflokks samþykkir ekki deiliskipulag vegna sorpmála

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við afgreiðslu á deiliskipulagi Ásland 4 á bæjarstjórnarfundi sl. miðvikudag og fylgdi því ekki sínum flokksfélögum eða öðrum fulltrúum í bæjarstjórn.

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi (D)

Í bókun sinni segir Helga að það sé vegna skilmála um sorpgeymslur og sorpflokkun sbr. gr. 2.8.5 þar sem fram kemur að öll sorpgeymsla í hverfinu skuli leyst með djúpgámalausnum með þeirri undantekningu að íbúar í sérbýli hafa val um „grátunnu“.

Vill Helga, vegna fyrirhugaðra breytinga á sérsöfnun fleiri flokka af sorpi við heimili, að grein 2.8.5 verði tekin til endurskoðunar á auglýsingatímanum.

Grein 2.8.5 Sorpgeymslur og sorpflokkun

Öll sorpgeymsla á skipulagssvæðinu verður leyst með djúpgámum sem verða staðsettir á sérstökum lóðum í eigu bæjarins sem verða í notkun íbúa, tveggja eða fleiri lóða eftir aðstæðum. Undantekning frá þessari reglu verður að valkvætt er að hafa „gráu tunnuna“ á einbýlishúsalóðum. Uppsetning djúpgáma verður hluti af gatnagerð svæðisins og notkun og skyldur íbúa háð ákvæðum í lóðarleigusamningum. Gera skal grein fyrri djúpgámum og frágangivþeirra í gögnum gatnahönnunar.

Djúpgámar skulu vera á sérstökum lóðum við götu. Fjarlægð frá ystu brún gámsins í fastan hlut, s.s. lampaskerm ljósastaur eða krónu trés, skal vera að lágmarki 2 m upp í 12 m hæð, af öryggisástæðum við tæmingu gámanna. Djúpgámar neðanjarðar skulu vera að lágmarki 3 m frá lögnum og 5 m frá spennistöð. Halli á svæðinu þar sem hirðubíll stendur við losun má ekki vera meiri en 1,5% í þverhalla og 5% í langhalla. Til að tryggja umferðaröryggi skal staðsetning gáma vera þannig að kröfur um sjónlengdir séu uppfylltar. Æskilegt er að hirðubíll geti ekið í burtu án þess að bakka. Ekki skal staðsetja gáma þannig að við hirðu sé göngu- og/eða hjólaleið undir krana við losun gáma.

Við hönnun sorpgeymslna skal gera ráð fyrir flokkun sorps í a.m.k. fjóra flokka.

Ekki í samræmi við tillögu starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Nýlega voru kynntar tillögur starfshóps SSH um samræmda flokkun sorps á höfuðborgarsvæðinu. Þar var lagt til að soprhirða við heimili á höfuðborgarsvæðinu yrði skipt í eftirfarandi strauma:

  • Lífrænn eldhúsúrgangur
  • Blandað heimilssorp
  • Pappír/pappa
  • Plast

Í sérbýlum yrði gert ráð fyrir tveimur tvískiptum tunnum eða einni tvískiptri og tveimur, fyrir pappa annars vegar og plast hinsvegar.

Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir djúpgámum fyrir sérbýli þó heimilt sé að hafa grátunnu við heimili en annað rusl þurfa íbúar að ganga með að næsta djúpgám í götunni.

Við fjölbýli er gert ráð fyrir stærri ílátum eða djúpgámum.

Djúpgámar við fjölbýli á Norðurbakkanum

Um djúpgáma segir í skýrslunni:

Ef djúpgámar eru við fjölbýli þarf að merkja gáma með nýjum úrgangsflokkum. Ef ekki eru nægjanlega margir gámar til staðar fyrir alla fjóra úrgangsflokka þarf að annað hvort að skipta út venjulegum djúpgám fyrir tvískiptan djúpgám, grafa fyrir nýjum djúpgám eða notast við aðrar lausnir ofanjarðar. Sveitarfélögin þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau taki þátt í þeim kostnaði með húsfélögum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2