3SH, þríþrautardeild Sundfélags Hafnarfjarðar héld þríþrautarkeppni fyrir krakka fyrr í dag í og við Ásvallalaug.
Ekkert keppnisgjald var og allir fengu verðlaunapening, kókómjólk og glaðning.
5-6 ára: (2012-2013)
16m sund, 500 m hjól og 300 m hlaup
7-9 ára: (2009-2011)
33 m sund, 1 km hjól og 600 m hlaup
10-12 ára: (2006-2008)
50 m sund, 2 km hjól og 900 m hlaup
13-15 ára: (2003-2005)
100 m sund, 3 km hjól og 1,2 km hlaup

Keppni hófst með sundi en þaðan hröðuðu krakkarnir sér út, settu á sig hjálm og hjóluðu í kringum sundlaugarbygginguna. Lokagreinin var svo hlaup og keppendur voru ekki alltaf að gefa sér tíma til að skipta um föt og sundfötin stundum látin duga. Það hellirigndi á meðan á keppninni stóð en krakkarnir létu það ekkert á sig fá.
Foreldrar yngri barnanna voru ekki síður áhugasamir og hlupu með börnunum og hvöttu þau áfram.
Öll, eða næstum öll, komu glöð í mark ánægð með árangurinn.