fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFyrsti Íslandsmeistaratitill BH í meistaradeild í badminton

Fyrsti Íslandsmeistaratitill BH í meistaradeild í badminton

Badmintonfélag Hafnarfjarðar sigraði í öllum deildum

Um helgina fer Deildakeppni BSÍ sem er Íslandsmót fullorðinsliða í badminton og var mótið haldið í TBR húsunum við Gnoðarvog.

BH sendi sex og hálft lið til keppni en þetta er eina mótið á árinu sem keppt er í liðum í badminton.

Keppnin var mjög hörð og vel leikið enda leikmenn flestir í góðu formi þessa dagana. Keppt var í meistaraflokki, A- og B flokki einnig í tveimur sérstökum flokkum sem eru einungis spilaðir á Íslandsmóti ár hvert. Þessir flokkar eru æðstiflokkur sem er fyrir leikmenn 50 ára og eldri og heiðursflokkur sem er ætlaður 60 ára og eldri leikmönnum.

Sigursælir BH-ingar

Svo fór að BH sigraði í öllum deildum, meistaraflokki, A deild og B deild. Er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem félagið verður Íslandsmeistari liða í meistaraflokki og í fyrsta sinn síðan meistaradeildin var stofnuð að TBR sigrar ekki.

BH Íslandsmeistari í meistaraflokki

Badmintonfélag Hafnarfjarðar urðu Íslandsmeistarar félagsliða 2020 í meistaraflokki og munu því keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða sem fram mun fara í Póllandi 23. – 27. júní í sumar.

Í meistaradeild kepptu 6 lið í einum riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru.

Í hverri viðureign voru samtals 8 leikir sem skiptust þannig

  • 3 einliðaleikir karla
  • 1 einliðaleikur kvenna
  • 2 tvíliðaleikir karla
  • 1 tvíliðaleikur kvenna
  • 1 tvenndarleikur

Lið BH skipuðu þau Erla Björg Hafsteinsdóttir, Gerda Voitechovskaja, Davíð Phuong Joshua Apiliga, Róbert Ingi Huldarsson, Sigurður Eðvarð Ólafsson og Tómas Björn Guðmundsson.

BH Íslandsmeistari í A deild

Badmintonfélag Hafnarfjarðar uðu Íslandsmeistarar liða í A deild.

Íslandsmeistarar BH í A deild: f.v aftari röð: Askur Máni, Kristján, Borgar, Steinþór, Anna Lilja, Kristian.
fremri röð f.v.: Gabríel Ingi, Rakel Rut, Elín Ósk og Irena Ásdís

Var leikið í fimm liða riðli þar sem öll lið spiluðu gegn hvert öðru.

Hver viðureign innihélt 8 leiki sem skiptust þannig:

  • 2 einliðaleikir karla
  • 1 einliðaleikur kvenna
  • 2 tvíliðaleikir karla
  • 1 tvíliðaleikur kvenna
  • 2 tvenndarleikir

Lið BH skipuðu þau Anna Lilja Sigurðardóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Irena Ásdís Óskarsdóttir, Rakel Rut Kristjánsdóttir, Askur Máni Stefánsson, Borgar Ævar Axelsson, Gabríel Ingi Helgason, Kristján Arnór Kristjánsson og Steinþór Emil Svavarsson.

BH Íslandsmeistari í B deild

Íslandsmeistarar BH í B deild, Vinder liðið.

BH – Vinder frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar varð Íslandsmeistarar liða í B deild, vann alla sína leiki.

Voru 6 lið skráð til leiks og var keppt í einum riðli þar sem öll lið spiluðu við hvort annað.

Í hverri umferð var keppt í eftirfarandi leikjum

2 einliðaleikir karla, 1 einliðaleikur kvenna, 2 tvíliðaleikir karla, 1 tvíliðaleikur kvenna og 2 tvenndarleikir.

Lið BH – Vinder skipuðu: Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Lilja Berglind Harðardóttir, Natalía Ósk Óðinsdóttir, Emil Hechmann, Georg Andri Guðlaugsson, Guðmundur Adam Gígja, Jón Sverrir Árnason og Rafn Magnússon.

Sameiginlegt lið TBR og UMFA varð í öðru sæti en BH Extras varð í þriðja sæti og BH ríkisstjórnin varð í 5. sæti.

Ljósmyndir: Badmintonsamband Íslands.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2