Í fyrsta sinn sem ungur tannlæknir opnar eigin tannlæknastofu síðan 2008
Róbert Gerald tannlæknir opnaði á dögunum tannlæknastofuna Bæjarbros í Bæjarhrauni, Hafnarfirði í samvinnu við tannréttingarsérfræðingin Þóri Schiöth. Það er í fyrsta sinn sem ungur tannlæknir opnar eigin tannlæknastofu síðan haustið 2008.
Róbert segir að viðtökurnar hafi verið góðar og framkvæmdir gengu vel. Róbert býður upp á alla almenna tannlæknaþjónustu, barnatannlækningar, tannhvíttun og tannsmíði. Ef viðkomandi þarf á ráðgjöf varðandi tannréttingar er sérfræðingur í tannréttingum einu herbergi frá.
Róbert notar nýjustu tækni í röntgenmyndatöku og rótfyllingum. Hjá Bæjarbrosi verður sjúklingum boðið upp á að fá heyrnartól og sjónvarpsgleraugu meðan á lengri heimsóknum stendur.
Tannlæknastofan er opin alla virka daga frá 9 til 17 og er síminn 565 9020.