fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFyrstu bóluefnaskammtarnir komu til landsins í morgun

Fyrstu bóluefnaskammtarnir komu til landsins í morgun

Tíu þúsund skammtar af bóluefni gegn Covid veirunni komu til landsins í morgun en þau koma frá bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Er bóluefnið nú komið í vöru­hús fyr­ir­tæk­is­ins Distica í Garðabæ sem ann­ast dreif­ingu þess hér á landi.

Miðað hafði verið við að Ísland fengi nú rúmlega 21.000 skammta en tilkynnt var um miðjan desember að þeir yrðu aðeins 10.000. Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns.

Mun framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og fólk á öldrunarheimilum verða fyrsta fólkið sem verður bólusett.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2