fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirFyrstu gönguskíðasporin skemmd af jeppa- og snjósleðafólki

Fyrstu gönguskíðasporin skemmd af jeppa- og snjósleðafólki

Enn beðið eftir meiri snjó í Bláfjöllum svo hægt verði að opna fyrir svigskíði

Þó nokkur snjór er nú komin í Bláfjöllin og starfsmenn skíðasvæðisins moka honum nú í rastir til að festa þann snjó sem fýkur.

Nýtt gönguskíðspor í Bláfjöllum

Fyrstu gönguskíðasporin hafa nú verið lögð, þó ekki sé enn hægt að leggja þau með snjótroðara, og gönguskíðafólk er þegar farið að nota sér brautirnar. Snjórinn er ekki djúpur og því þarf fólk að fylgjast vel með grjóti í brautinni sem aðeins er um Leirurnar, um tveggja kílómetra braut.

Að sögn starfsmanna vantar enn góða gusu af snjó í viðbót til að mögulegt verði að opna Kónginn og barnasvæðið.

Brautir strax skemmdar

Fyrstu sporin voru lögð í gær en strax hefur jeppa- og snjósleðafólk farið inn á svæðið og skemmt sporin, til mikilla ama fyrir gönguskíðafólk. Fólk sem fer þarna um ætti ekki að vera í neinum vafa að það fer þarna um útivistarsvæði sem alls ekki er ætlað vélknúnum ökutækjum.

Sporin skemmd í Bláfjöllum

Meðfylgjandi myndir setti Bjarki Kaldalóns Friis inn á Facebook hóp Skíðaæfinga Ulls.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2