fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
HeimFréttirFyrstu skíðaþríþrautinnni á Íslandi lauk í Hafnarfirði - MYNDIR

Fyrstu skíðaþríþrautinnni á Íslandi lauk í Hafnarfirði – MYNDIR

Gríðarleg ánægja meðal keppenda með skemmtilega leið

28 hæstánægðir keppendur sem gengu á skíðum, hjóluðu og hlupu til Hafnarfjarðar
Veðrið lék við keppendur í fyrstu gönguskíða – hjóla – hlaup þríþrautinni sem haldin er hér á landi. 15 konur og 13 karlar hófu þrautina og skiluðu sér allir í mark.

Ræst var í 10 km skíðagöngu í Bláfjöllum við gönguskíðaskála Ullar við Suðurhlíðarnar. Var skíðað þaðan og umhverfis Strompana þar sem skíðafólk var komið í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Þaðan lá skíðabraut meðfram veginum niður að gatnamótum að Bláfjallavegi þar sem hann liggur til Hafnarfjarðar.

Hjólin biðu keppend­anna þar og var vegurinn greiður og mest niður á móti um 22 km leið að grjót­námunni í Hamranesi við Hvaleyrar­vatnsveg. Þaðan var hlaupið inn að Skarðshlið, meðfram Grísanesi í átt að Ásvöllum, í hring í kringum Ástjörnina og í mark við Ástjarnarlaug.

Fyrstir, f.v.: Björn Már Ólafsson í 2. sæti, Stefán Karl Sævarsson í 1. sæti og Óskar Jakobsson í 3. sæti.

Gönguskíðakappinn Óskar Jakobs­son var fyrstur eftir skíðahlutann en þegar komið var nokkuð niður á Bláfjalla­veginn var Stefán Karl Sævarsson kominn með afgerandi forystu sem hann hélt til loka og kom í mark á 1,38.30 klst. Björn Már Ólafsson kom annar í mark á 1,41.25 klst. og Óskar Jakobsson varð þriðji á 1,45.45 klst.

Fyrstar kvenna, f.v.: Harpa Víðisdóttir í 2. sæti, Auður Kristín Ebenezers­dótt­ir í 1. sæti og Elsa Gunnarsdóttir í 3. sæti.

Fimmta og fyrst kvenna í mark var Auður Kristín Ebenezersdóttir sem kláraði þrautina á 1,47.17 klst. Önnur kvenna varð Harpa Víðisdóttir á 2,00.46 klst. og þriðja varða Elsa Gunnarsdóttir á 2,08.56 klst.

Veitt voru einnig verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í flokki 25-49 ára hjá körlum og konum og 50 ára eldri sömuleiðis.

Keppendur voru afar ánægðir í lokin, sögðu keppnisleiðina afar skemmtilega og keppnin áhugaverð.

Nokkrir hnökrar voru á hlaupaleiðinni við Ástjörnina en neðan við byggðina í Áslandi hafði einhver snúið merki svo hlauparar fóru ranga leið og hálf villtust. Leiðinlegt þegar fólk getur ekki látið svona merkingar í friði.

Úrslitin

RöðNafnkynaldurRásnr.SkíðiHjólhlaupLokatímiÁ eftir fyrsta
1Stefán Karl Sævarssonkarl36560:40:000:35:200:23:101:38:30
2Björn Már Ólafssonkarl29510:39:180:39:120:22:551:41:250:02:55
3Óskar Jakobssonkarl48530:38:450:41:050:25:551:45:450:07:15
4Arnar Guðmundssonkarl55610:39:550:39:320:27:461:47:130:08:43
5Auður Kristín Ebenezersdóttirkona5050:39:480:39:420:27:471:47:170:08:47
6Már Þórarinssonkarl48580:52:200:39:070:22:361:54:030:15:33
7Rúnar Andrew Jónssonkarl52540:49:300:39:240:27:131:56:070:17:37
8Sigurður Örn Eiríkssonkarl49570:55:350:38:290:25:261:59:300:21:00
9Guðni Steinarssonkarl37550:50:380:40:220:29:302:00:300:22:00
10Harpa Víðisdóttirkona49100:51:550:43:100:25:412:00:460:22:16
11Þórir Sveinn Ólafssonkarl25520:49:220:42:050:29:332:01:000:22:30
12Guðmundur Ingi Skúlasonkarl46600:53:200:36:270:32:332:02:200:23:50
13Birkir Þór Jónassonkarl50590:43:460:43:420:41:232:08:510:30:21
14Elsa Gunnarsdóttirkona4160:55:500:41:130:31:532:08:560:30:26
15Sigríður Sigurðardóttirkona5530:54:200:44:150:30:382:09:130:30:43
16Margrét Blöndalkona4820:57:500:44:190:28:302:10:390:32:09
17Ragnheiður Stefánsdóttirkona51220:58:000:43:550:30:232:12:180:33:48
18Helgi Jóhannessonkarl56621:00:200:43:170:30:572:14:340:36:04
19Sigrún Stefanía Kolsöekona52280:55:500:44:400:34:272:14:570:36:27
20Bylgja Kærnestedkona4691:07:360:46:340:30:002:24:100:45:40
21Bjarki Arnasonkarl53501:04:500:45:000:34:292:24:190:45:49
22Unnur Guðrún Pálsdóttirkona49110:58:500:43:370:42:592:25:260:46:56
23Andrea Klara Hauksdóttirkona5211:06:250:44:350:34:422:25:420:47:12
24Guðný Sigurðardóttirkona56121:04:030:51:150:35:052:30:230:51:53
25Þórey Vilhjálmsdóttirkona4771:05:050:48:100:39:262:32:410:54:11
26Þyri Ásta Hafsteinsdóttirkona4881:16:100:39:450:38:412:34:360:56:06
27Andrea Sigurðardóttirkona32191:04:200:50:520:40:242:35:360:57:06
28Arna Hansenkona4941:26:000:49:500:38:352:54:251:15:55
Meðaltími0:55:420:42:490:31:31

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2