fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGaflaraleikhúsið sýnir í Borgarleikhúsinu

Gaflaraleikhúsið sýnir í Borgarleikhúsinu

Björk leikhússtjóri ekki úrkula vonar um að úr rætist á næstunni

Gaflaraleikhúsið hefur verið húsnæðislaust um nokkurn tíma en viðræður hafa verið í gangi um hugsanlega lausn.

Til að forvitnast um starfsemina höfðu Fjarðarfréttir samband við Björk Jakobsdóttur leikhússtjóra og spurði hana um starfið og húnæðismálin.

„Það gæti alveg verið að mjakast eitthvað í húsnæðismálum og við erum ekki úrkula vona um að hér rísi leikhús þó það taki einhvern tíma. Við látum hins vegar ekki deigan síga á meðan enda skiptir miklu máli að missa ekki niður dampinn,“ segir Björg sem segir Borgarleikhúsið hafa verði svo yndislegt að skjóta yfir þau skjólshúsi

Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins.

„Við verðum með tvær sýningar hjá þeim í vetur, Jól á náttfötunum og glænýja íslenska gleðisprengju, Tóma hamingju, sem verður leikið á tveimur sviðum í einu,“ segir Björk sem segir það vera töluverða ögrun. Þetta er íslenskur farsi úr samtímanum um fólk sem er alltaf að reyna að verða eitthvað brjálæðislegt. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa.

„Við erum í miðju kafi að láta þetta verða að veruleika og auðvitað er maður fullur vonar eina stundina og „jésús minn almáttugur“ aðra stundina enda erum við að hækka lífshættuna með þessu leikformi,“ segir Björk.

Bjóða tíunda bekk á sýningu

Björk segir ákveðinn vanda að vera ekki í Hafnarfirði og segir þau reyna að rækta tengslin og ætla t.d. að bjóða tíundu bekkingum á sýninguna, vera með 20% afslátt fyrir starfsmenn Hafnarfjarðar og jafnvel eitthvað meira til að skila einhverju til bæjarbúa.

Segir hún mikilvægt að halda áfram á meðan leitað er að nýju húsnæði. „Ef við hættum núna, þá er þetta bara dáið. Við þurfum bara að vera sterk, bærinn styrkir okkur og við erum ennþá hafnfirsk.“

Húsnæðismál

Segir hún að þrátt fyrir húsnæðisleysis getir leikhúsið áfram verið samfélagslegt og verið með námskeið, því ekki þurfi annað en skólastofu til að geta boðið upp á námskeið í leiklist, boðið upp á val í unglingadeildinni og vonandi er fljótlega í augsýn húsnæði sem gæti hýst mögulega hýst minni sýningar, námskeið ritsmiðjur og æfingar.

Verður spennandi að sjá hvort leysist úr húsnæðismálum leikhússins á næstu árum en þess má geta að Leikfélag Hafnarfjarðar hefur einnig verið húsnæðislaust.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2