Miðvikudagur, apríl 2, 2025
target="_blank"
HeimFréttirGaflarinn seldur til styrktar góðum málefnum

Gaflarinn seldur til styrktar góðum málefnum

Hin árlega sala Lionsklúbbs Hafnarfjarðar á merki klúbbsins „Gaflaranum“ er framundan.

Lionsmenn verða með merkið í sölu í Fjarðarkaupum, Bónus og í Firði á föstudag, 28. febrúar og á laugardag, 1. mars.

Sala á barmmerkinu hefur verið aðal fjáröflun klúbbsins síðan 1999 sem hefur verið afskaplega vel tekið hjá bæjarbúum, fyrirtækjum og söfnunum að sögn klúbbfélaga.

Að þessu sinni er markmið klúbbfélaga að styðja við starfið hjá Mæðrastyrksnefnd, Björgunarsveit Hafnarfjarðar og öðrum sem á hjálp þurfa á að halda.

Klúbburinn hefur á þessu ári styrkt hin ýmsu aðila, félagasamtök og nú síðast Björgunarsveit Hafnarfjarðar um eina milljón kr. í tilefni 25 ára afmæli sveitarinnar.

Kjörorð klúbbfélaga er að „Hjálpa meðbræðrum sínum og vera hollur þegn þjóðar og bæjarfélags.

Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar vil koma á framfæri bestu þökkum til Hafnfirðinga fyrir gott samstarf á liðnum árum og hlýhug í garð klúbbsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2