fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGáfu eina milljón kr. og verslun bætti 200 þúsund kr. við

Gáfu eina milljón kr. og verslun bætti 200 þúsund kr. við

Karlarnir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar komu færandi hendi til kvennanna í Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem styrkir efnaminni fjölskyldur fyrir jólin eins og undanfarin ár. Hefur Lionsklúbburinn studd dyggilega við starf Mæðrastyrksnefndar um langt skeið en nú var styrkurinn sérstaklega rausnarlegur því klúbburinn færði nefndinni eina milljón krónur.

Fjarðarkaup bætti svo við gjöfina með inneignarkortum að verðmæti 200 þúsund krónur.

Félagar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar ásamt fulltrúum Mæðrastyrksnefndar

Það var Magnús Ingjaldsson, formaður verkefnanefndar klúbbsins, sem færði Ástu Eyjólfsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar og Áslaugu Ólöfu Kolbeinsdóttur, gjaldkera nefnarinnar styrkinn í blíðviðrinu í dag fyrir utan Víðistaðakirkju að viðstöddum félögum í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar.

Sjá má upplýsingar um Mæðrastyrksnefndina, úthlutun og hvernig má styrkja hana á vefsíðunni maedrastyrksnefnd.is

Gjöfin afhent.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2