fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGamla góða Gaflaramerkið selt til styrktar á föstudag og laugardag

Gamla góða Gaflaramerkið selt til styrktar á föstudag og laugardag

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur með hjálp bæjarbúa styrkt ýmis verkefni mjög rausnarlega

Hin árlega sala Lionsklúbbs Hafnarfjarðar á merki klúbbsins „Gaflarinn“ verður föstudag og laugardag, 5. og 6. apríl.

Verða Lionsmenn með merkið til sölu í Fjarðarkaupum, Bónus verslunum og í Firði.

Sala á barmmerkinu hefur verið aðal fjáröflun klúbbsins síðan 1999 og hefur verið vel tekið hjá bæjarbúum, fyrirtækjum og söfnurum að sögn klúbbfélaga.

Að þessu sinni er markmið klúbbfélaga að styðja við starfið hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd og öðrum sem á hjálp þurfa á að halda.

Gaflaramerkið 2024

Á síðari árum hafa verið myndir á merkinu af vel þektum Hafnfirðingum en nú hefur klúbburinn tekið aftur upp gamla góða merkið með Gaflaranum góða og fært hann í nýjan búning.

Klúbburinn hefur á þessu starfsári styrkt hina ýmsu aðila og félagasamtök og nú siðast Íþróttafélagið Fjörð.

Kjörorð klúbbfélaga er að „Hjálpa meðbræðrum sínum og verða hollur þegn þjóðar og sveitarfélags“.

Lionsmenn vilja koma á framfæri þakklæti til Hafnfirðinga fyrir gott samstarf á liðnum árum og hlýhug í garð klúbbsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2