fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÁ döfinniGanga í 18 tíma á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni

Ganga í 18 tíma á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni

Ganga til styrktar ljósinu

Þeir Ein­ar Ólafs­son og Óskar Páll Sveins­son ætla annað árið í röð að ganga á skíðum til styrkt­ar Ljós­inu. Þetta verður mikil þrekraun því þeir munu ganga á skíðum á Hvaleyrarvatni í 18 klukkutíma frá sólsetri til sólarupprásar.

Hefja þeir göng­una í dag kl. 16 og ganga til kl. 10 í fyrra­málið en 21. desember er stysti dagur ársins.

Er þetta annað árið í röð sem þeir Ein­ar og Óskar ganga til styrktar Ljósinu sem er miðstöð fólks sem hef­ur greinst með krabba­mein og aðstand­end­ur þeirra.

„Margir eiga um sárt að binda vegna missis ástvina úr hinum skæða sjúkdómi krabbameini. Öll þekkjum við nána ættingja sem hafa barist við þennan illvíga sjúkdóm. Móðir mín og tvö systkini dóu úr krabbameini. Frændi minn berst hetjubaráttu við þennan illvíga sjúkdóm,“ segir Einar Ólafsson. „Óskar Páll Sveinsson annar stjórnanda hlaðvarpsins Skíðaganga – Gengið Á Fólk missti móður sína úr krabbameini þegar hann var ungur og fyrr á síðasta ári missti hann einnig einn af sínum bestu vinum, en sá maður talaði oft um það hversu góða þjónustu væri að fá í Ljósinu. Hugmyndin hans Óskars Páls var að gera eitthvað í minningu ástvina okkar og tengja það við skíðagönguna og hjálpa Ljósinu sem er miðstöð fólks sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.“

Vilja þeir hvetja alla sem geta gengið á gönguskíðum að koma á Hvaleyrarvatn og skíða með þeim hluta af tímanum. Skráning er á staðnum.

Hvaleyrarvatn. Ljósm.: Guðni Gíslason.

„Það verður mikið húllumhæ á meðan á þessu stendur. Verslanirnar Everest, Fjallakofinn, Útilíf og Alparnir munu veita vegleg útdráttarverðlaun fyrir þá sem ganga með okkur og styrkja verkefnið. Við kveikjum eld og verðum með heitt súkkulaði og með því. Tónlist mun hljóma og fánar settir upp og margt fleira. Við viljum búa til fallega stemningu á dimmasta degi ársins og fagna komu ljóssins þann 22. desember,” segir Einar Ólafsson.

Styrktu Ljósið

Hægt er að taka þátt í söfnuninni með því að nota AUR appið með notendanafninu @gengidiljosid eða styrkja með því að senda númer á SMS númer:

  • 9071010: 1.000 kr.
  • 9071030: 3.000 kr.
  • 9071050: 5.000 kr.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2