fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirGísli Þorgeir íþróttamaður ársins

Gísli Þorgeir íþróttamaður ársins

Hafnfirðingar í tveimur efstu sætum í kjöri íþróttafréttamanna

Kjöri íþróttamanns ársins 2023 var lýst á 5. janúar sl.

Hafnfirðingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi og landsliðsmaður í handbolta, hlaut sæmdarheitið íþróttamaður ársins 2023.

Gísli Þorgeir vann með líði sínu Meistaradeild Evrópu í handbolta og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli fór úr axlarlið degi fyrir úrslitaleikinn, en náði engu að síður að spila úrslitaleikinn með frábærum árangri. Þá var Gísli einnig valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor, auk þess að spila stórt hlutverk með íslenska landsliðinu á árinu.

Athygli vekur að Hafnfirðingar eru í tveimur efstur sætunum því Anton Sveinn McKee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, sem náði frábærum árangri í sundi á síðasta ári, varð í öðru sæti.

Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta var útnefndur þjálfari ársins og karlalið Víkings var valið lið ársins.

Samtök íþróttafréttamanna stóðu fyrir verðlaunahátíðinni í kvöld í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands eins og undanfarin ár.

ÍSÍ tók sundkonuna Sigrúnu Hul Hrafnsdóttur úr íþróttum fatlaðra inn í Heiðurshöll ÍSÍ.

Þá var Guðrún Kristín Einarsdóttir valinn sjálfboðaliði ársins og fékk titilinn Eldhugi ársins.

Íþróttamaður ársins 

      1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti                     500
      2. Anton Sveinn McKee, sund                                  372
      3. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti                         326
      4. Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir                      101
      5. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti                           94
      6. Elvar Már Friðriksson, körfubolti                           93
      7. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti                     73
      8. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar                 69
      9. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar                        53
      10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund                      47
      11. Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir                   37
      12. Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþróttir          35
      13. Albert Guðmundsson, fótbolti                             31
      14. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar                     30
      15. Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar                    27
      16. Bjarki Már Elísson, handbolti                              26
      17. Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti                     24
      18. Hákon Rafn Valdimarsson, fótbolti                       22
      19. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti                         20
      20. Haraldur Franklín Magnús, golf                            19
      21. Ragnhildur Kristinsdóttir, golf                              10
      22. Sandra Erlingsdóttir, handbolti                              7

29 félagsmenn Samtaka íþróttafréttamanna ráða valinu

Það eru fullgildir félagar Samtaka íþróttafréttamanna sem kjósa íþróttamann ársins en þeir eru 29 talsins.

Kosningin fer þannig fram að félagar SÍ fá þar til gerðan atkvæðaseðil. Á hann rita þeir nöfn tíu bestu íþróttamanna ársins að sínu mati. Sá sem settur er í fyrsta sætið hlýtur 20 stig. Sá sem settur er í annað sæti hlýtur 15 stig. Sá sem settur er í þriðja sæti hlýtur 10 stig. Sá sem settur er í fjórða sæti hlýtur 7 stig, sá í fimmta 6 og þannig koll af kolli.

Aðeins íslenskir íþróttamenn, þjálfarar og lið sem tilheyra íþrótt sérsambands innan ÍSÍ koma til greina í kjörinu. „Ef íþróttamaður utan ÍSÍ er það atkvæði ógilt og nafn viðkomandi strokað út.“ [úr lögum SÍ]

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2