fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirGlæsileg hönnun unglinganna í Stíl 2023 - MYNDIR

Glæsileg hönnun unglinganna í Stíl 2023 – MYNDIR

Hönnunarkeppnin Hafnarfjarðar Stíll var haldin í Áslandsskóla 1. desember sl. þar sem ellefu lið frá sex grunnskólum í Hafnarfirði kepptu. Þemað í ár var gufupönk (steampunk) en það er stíll sem oftast tengist skáldskap með viktoríanskri tímaskekkju.

Keppendur voru greinilega mjög hugmyndaríkir og þar sem liðin kepptu ekki í skáldskap heldur tískuhönnun þá lýstu verkin sér í glæsilegri fatahönnun, förðun og hárgreiðslu.

Skólarnir sem sendu lið til keppni voru Áslandsskóli, Nú, Setbergsskóli, Skarðshlíðarskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli.

Til mikils var að vinna því lið fá réttinn til að keppa í Stíl Samtaka félagsmiðstöðva, Samfés sem haldin verður 27. janúar 2024.

Aðstæður voru ekki með besta móti í Áslandsskóli og voru keppendur nánast í myrki eða lituðu ljósi og þurftu dómararnir að hitta liðin baksviðs til að sjá hönnunina betur.

Skarðshlíðarskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli áttu sigurliðin

Dómararnir Thelma, Bára og Soffía

Eftir nokkuð langa yfirlegu komust dómararnir, þær Birna, Soffía og Thelma að niðurstöðu og úrslitin voru kynnt.

Besta fatahönnunin

Liðið Þokan úr Skarðshliðarskóla fékk verðlaun fyrir bestu fatahönnunina.

Þokan úr Skarðshlíðarskóli átti bestu fatahönnunina en í liðinu voru þæar Aníta Guðrún Andradóttir, Kolbrún Karó Tobíasdóttir, Nicole Jóna Jóhannsdóttir og Þórdís Sif Sindradóttir.

Flottasta hárið

Tískuskvísurnar úr Víðistaðaskóla fengu verðlaun fyrir flottasta hárið

Tískuskvísurnar úr Víðistaðaskóla sýndu flottasta hárið en í liðinu voru þær Emilía Guðlaug Klein, Ólafía Þóra Klein og Sóley Katrín Sigurðardóttir.

Flottasta förðunin

Valkyrjurnar úr Öldutúnsskóla  fengu verðlaun fyrir flottustu förðunina

Valkyrjurnar úr Öldutúnsskóla voru með flottustu förðunina en í liðinu voru þær Freyja Dögg, Arney, Elísabet, Margrét Finna og Vala.

Enginn einn sigurvegari var útnefndur en öll þrjú liðin komust áfram í lokakeppni Samtaka félagsmiðstöðva.

Frammistaða keppenda var hin glæsilegasta en einn fulltrúi hvers liðs sýndi afraksturinn og gengu þær um salinn eins og þaulvanar sýningarstúlkur. Áhorfendur voru vel með á nótunum og hvöttu keppendur vel.

Keppnisliðin

Setbergsskóli – Tásur: Þórdís Camilla Einarsdóttir, Ása Laufey Hákonardóttir, Særún Elsa Ragnheiðardóttir og Þórdís Tinna Eymundsdóttir.

Setbergsskóli – Teem: Thelma Rós Tómasdóttir, Elísa Guðrún Magnúsdóttir, Melkorka Alda Færseth og Emilía Dröfn Davíðsdóttir.

Setbergsskóli – Real Glam: Axel Hlyns, Heiður Helga Valgeirsdóttir og Gabríela ýr Steinþórsdóttir.

Öldutúnsskóli – Humm: Margrét Edda, Una Dís, Matthildur og Helena.

Öldutúnsskóli – Valkyrjurnar: Vala, Margrét Finna, Arney, Elísabet og Freyja Dögg.

Öldutúnsskóli – Swaggers: Hrafnkatla, Fjóla, Cristine og Karítas.

Nú – Vivides: Dagný, Eva og Saga

Áslandsskóli – Punkers: Bríet Klara, Alexía Mirjam, Ásdís Birta og Ragnhildur Una

Skarðshlíðarskóli – Þokan: Aníta Guðrún Andradóttir, Þórdís Sif Sindradóttir, Kolbrún Karó Tobíasdóttir og Nicole Jóna Jóhannsdóttir.

Skarðshlíðarskóli – Elding: Anna Owen, Karen, María og Oliwia.

Víðistaðaskóli – Tískuskvísurnar: Ólafía Þóra Klein, Sóley Katrín Sigurðardóttir og Emilía Guðlaug Klein.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2