fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirGlæsilegir búningar á hönnunarkeppninni Stíl 2019

Glæsilegir búningar á hönnunarkeppninni Stíl 2019

Tólf hópar úr félagsmiðstöðvum hafnfirsku skólanna kepptu

Markmið hönnunarkeppninnar Stíls eru að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frum­legrar hugsunar og sköpunar­hæfileika. Jafnframt að vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.

Undankeppni er haldin í hverju sveitarfélagi og lokakeppnin verður haldin 1. febrúar nk.
Í ár var Disney þema og mátti sjá marga glæsilega búninga í hafnfirsku keppninni í Víðistaðaskóla fyrir skömmu. Alls tóku tólf hópar þátt í ár.

Besta mappan, besta hárið, besta heildarútlitið og besta förðunin.

Alls voru fjórir hópar verðlaunaðir, fyrir besta heildarútlitið, bestu förðun­ina, besta hárið og bestu möppuna.

Sigurvegarar

Four Amigas úr Ásnum, Rakel Hall sýnir.

Það var mikil spenna þegar úrslitin voru kunngjörð en það var hópurinn „Four Amigas“ úr Ásnum sem fékk verðlaun fyrir heildarútlitið. Rakel Hall sýndi en hinar í hópnum voru Ísabella Aníta Ásgeirsdóttir, Elísabet Eva Guðmundsdóttir og Kolbrún Sara Friðriksdóttir.
„Við völdum Mad Hatter af því að hann er með sérstakan smekk sem við fílum og góður innblástur til að búa til búning úr. Okkur fannst Mad Hatter vera góð persóna sem gæti sýnt hvað við gætum gert. Búningurinn er flókinn, en við tókum áskorunin og gerðum okkar eigin útgáfu.“

Frekjurnar úr Hrauninu, Margrét Sif Guðmundsdóttir sýnir.

Frekjurnar úr Hrauninu fengu verðlaun fyrir besta hárið. Hildur Harpa Arnarsdóttir sýndi en aðrar í hópnum voru Margrét Sif Guðmundsdóttir, Hrefna Lind Hannessdóttir og Kolbrá Kara Róbertsdóttir. „Við ákváðum við að gera Grimmhildigráman. Okkur fannst við þurfa loðjakka sem er svartur og hvítur þannig við klipptum tvo jakka í tvennt og saumuðum saman og svartan kjól ásamt hælaskóm. Okkur fannst þurfa soldið crazy hár sem er svart og hvítt og grænt augnskugga look.“

Superstar úr Hrauninu, Hildur Sif Hallgrímsdóttir sýndi.

„Superstars“ úr Hrauninu fengu verðlaun fyrir bestu möppuna. Hildur Sif Hallgrímsdóttir sýndi en aðrar í hópnum voru Steinunn Erna Guð­mundsdóttir, Eydís Arna Hallgrímsdóttir og Jónína Katrín Gestdóttir. „Við Ákváðum að gera Disney prinsessuna Öskubusku og við fengum hugmyndina úr gömlu Öskubusku myndinni. Við upprunnalega saumuðum annan topp en við erum með núna en hann var ekki alveg málið þannig að við skiptum um skoðum, og saumuðum annan topp. Við áttum ekki mikið af efninu sem okkur langaði að nota í nýja toppinn þannig að við tókum helling af litlum efnis bútum og saumuðum þá saman á hvítt efni og settum svo blúndu yfir.“

Winter is here úr Öldunni, Erika Lind Ólafsdóttir sýndi.

„Winter is here“ úr Öldunni fékk svo verðlaun fyrir bestu förðunina. Erika Lind Ólafsdóttir sýndi en með henni var Áróra Eyberg Valdimarsdóttir. „Förðunin og litirnir í búningum eru samsett af frosti og haust vínrauðum. Við notuðum glimmer og glans sem vísar að vetri og snjó þar sem það glitrar oft í snjónum og frostinu.“

Aðrar sem sýndu hönnun sína

Kub girls úr Mosanum, Unnur María Sveinsdóttir sýndi.

Kub Girls úr Mosanum. Unnur María Sveinsdóttir sýndi en aðrar í hópnum eru Bryndís Björk Guðvarðardóttir og Katja Lilja Adreysdóttir.  „Við völdum myndina Wreck it Ralf og við ákváðum að blanda aðalpersónunum  Ralf og Vanelópu saman af því að þetta er uppáhalds myndin okkar. Hettupeysan tilheyrir Vanelópu og smekkbuxurnar tilheyra Ralf. Við gerðum hárið eins og Vanelópa er með hárið í myndinni  og skórnir eru litríkir eins og nammi af því að í myndinni bjó Vanelópa í nammilandi.“

Spakarnarnir úr Öldunni, Hrafnildur Ása Ólafsdóttir sýndi

Spakararnir úr Öldunni. Hrafnhildur Ása Ólafsdóttir sýndi en aðrar í hópnum eru Erla Kristín Stefánsdóttir og Ísabel Rós Hilmarsdóttir. „Við ákváðum að gera karakterinn Lísu frá Lísu í undralandi. Okkur langaði að bæta steampunk og lolita stíl við. Á endanum komum við upp með hvernig Lísa mundi líta út ef hún væri í þriðju heimstyrjöldinni. Ef stórir valdamenn færu í stríð í dag.“

TússPennarnir úr Öldunni

Tússpennarnir úr Öldunni. Védís Lea Egilsdóttir og Thelma Björk Magnúsdóttir sýndu. „Við völdum Úrsúlu af því að við fengum svo mikinn innblástur frá henni úr Litlu Hafmeyjunni. Hún var svo falleg persóna úr myndinni að okkur langaði að gera hana nútímalega.  Hún var vond í myndinni en, kannski var hún bara stjórnsamur unglingur.“

Slaufan úr Öldunni, Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir sýndi

Slaufan úr Öldunni. Lovísa Margrét Eðvarðsdóttir sýndi en með henni hóp er Amanda Mist Gísladóttir. „Við fengum hugmyndina að Mínu mús um leið og við fengum að vita að þemað væri Disney. Við prufuðum aðrar hugmyndir en enduðum alltaf á Mínu mús. Hárið á að vera eyrun og fannst okkur það sniðugt þar sem við þurftum að gera eyru og eitthvað í hárið þá hugsuðum við afhverju ekki bara að sameina það. Svo eins og þið sjáið er litaþemað bleikur, svartur og hvítur.

Nightmare before Christma úr Mosanum, Sandra Dögg Ólafsdóttir sýndi.

Nightmare before Christmas úr Mosanum. Sandra Dögg Ólafsdóttir sýndi en með henni í hóp eru Sunneva Hallgrímsdóttir, Eygló Fríða Huttin og Emelía Ósk Kristjánsdóttir. „Við völdum The nightmare before christmas af því að það vita ekki margir að þetta er Disney mynd. Við gerðum röndóttan jakka og pils í stíl. Pilsið er með fjólublát tjull og innanundir bolurinn er fjólublár á litinn. Við ákváðum að skipta hárinu og make-upinu í tvennt þannig að það væri bæði Sally og Jack.“

Múlan úr Öldunni, Eliza Maria Grebenisan sýndi.

Múlan úr Öldunni. Eliza Maria Grebenisan sýndi en með henni í hóp eru Victoria Jenný Danielsdóttir og Birgitta Heiða Jóhansdóttir. „Við ákváðum að velja Múlan vegna þess að það bauð upp á svo marga möguleika. Þannig að búningurinn okkar er hvernig Múlan væri klædd í ef hún væri að fara í veislu. Hún er klædd í gráu kímonó með svörtu undirkjól og rauðum aukahluti.“

Vitinn úr Vitanum, Ragnheiður Björk Elmarsdóttir sýndi.

Vitinn úr Vitanum.  Ragnheiður Björk Elmarsdóttir sýndi en með henni í hóp eru Kristrún Bára Bragadóttir og Selma Sól Sigurjónsdóttir. „Við ákváðum að gera Maleficent úr Þyrnirós, við vildum gera okkar eigin hönnun og Ragnheiður var tilvalin sem módel. Við höfðum hönnunina í nokkrum hlutum, pilsi, bol, skikkju og skóm. Við ákváðum að hafa hárið frekar látlaust, snúð með krullum vegna þess að við ætluðum að setja hornin á höfuðið á henni sem einkenna Maleficent. Förðunina vildum við hafa í POP-ART stíl með fjólubláu og svörtu þema.“

Yzma úr Hrauninu, Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir sýndi.

Yzma úr Hrauninu. Dagbjörg Hlíf Ólafsdóttir sýndi en með henni í hóp eru Álfhildur Auðunsdottir, Aþena líf Pálsdóttir og Aðalheiður Dís Stefánsdóttir. „Þetta er YZMA, Hún er úr myndinni The Groovie og er að leika gamla klikkaða konu, við vildum gera YZMU vegna þess að hún er frumlegum fötum, höfðum góða hugmynd í fyrstu sýn. Vildum gera flottari útgáfunni af henni.“

Danskeppni

Dröfn Pétursdóttir og Ingunn Lind Pétursdóttir úr Verinu.

Þó margir flottir dansarar séu í grunnskólum bæjarins tók aðeins einn hópur þátt í undankeppni Danskeppni Samfés.

Dröfn Pétursdóttir og Ingunn Lind Pétursdóttir úr Verinu.

Atriðið þeirra hét Lifandi Martröð en dansararnir eru Dröfn Pétursdóttir og Ingunn Lind Pétursdóttir úr Verinu. Þær dönsuðu við lagið Everything I wanted með Billie Eilish.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2