Úrslit voru kynnt sl. fimmtudag í Stærðfræðikeppni grunnskólanna en Flensborgarskólinn hefur allt frá 1996 staðið fyrir stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk.
Fyrst var keppnin aðeins fyrir hafnfirska grunnskólanemendur en síðar bættust nemendur úr öðrum byggðarlögum og halda fjölmargir framhaldsskólar keppnina fyrir nemendur á sínu svæði. Umsjón með keppninni í ár hafa þær Matthildur Rúnarsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir.
80 nemendur tóku þátt í keppninni í Hafnarfirði en hún byggist á þrautamiðuðu prófi sem krefst mikillar skipulagningar og vandvirkni af keppendum. Allir stóðu sig mjög vel og þeir sem urðu í efstu sætum stóðu sig með afbrigðum vel.
Allir keppendur frá gjafabréf á ís frá ísbúðinni Hafís á Bæjarhrauni og fyrstu þrír í hverjum árgangi frá peningagjöf frá Íslandsbanka auk þess sem Alcan veitir bókagjafir.
Þá fær sá sem varð í 1. sæti í 10. bekk eftirgjöf á skólagjöldum í Flensborg á fyrstu önn óski hann að stunda nám við skólann.
Úrslitin urðu þessi:
8. bekkur
1. Sindri Helgason, Setbergsskóla
2. Úlfheiður Linnet, Lækjarskóla
3.-4. Sigríður Soffía Jónasdóttir, Setbergsskóla
3.-4. Katrín Tinna Sævarsdóttir, Áslandsskóla
5.-10. sæti í stafrófsröð:
Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, Áslandsskóla
Daníel Lúkas Tómasson, Hraunvallaskóla
Hristiyan Kirilov Nikolov, Lækjarskóla
Hulda Alexandersdóttir, Áslandsskóla
Jón Logi Hjartarson, Áslandsskóla
Kristófer Kári Þorsteinsson, Lækjarskóla
9. bekkur
1.-2. Egill Magnússon, Víðistaðaskóla
1.-2. Sesselja Picchietti, Setbergsskóla
3. Birta Líf Hannesdóttir, Víðistaðaskóla
4.-10. sæti í stafrófsröð:
Anína Marín Thorstensen, Setbergsskóla
Auður Siemsen, Lækjarskóla
Elma Karen Gunnarsdóttir, Áslandsskóla
Guðbjörg Alma Sigurðardóttir, Áslandsskóla
Júlía Dís Ingvarsdóttir, Lækjarskóla
Kristey Valgeirsdóttir, Setbergsskóla
Úlfur Ágúst Björnsson, Lækjarskóla
10. bekkur
- Anja Amelía Miriam Sverrisson, Alþjóðaskólanum
- Auður Gestsdóttir, Víðistaðaskóla
- Hrafn Auðbergsson, Lækjarskóla
4.-10. sæti í stafrófsröð:
Ágúst Bergmann Sigurðsson, Setbergsskóla
Áróra Friðriksdóttir, Víðistaðaskóla
Egill Hrafn Ólafsson, Setbergsskóla
Eíríkur Kúld Viktorsson, Setbergsskóla
Svanberg Addi Stefánsson, Setbergsskóla
Tatjana Simic, Lækjarskóla
Valgerður Ósk Valsdóttir, Öldutúnsskóla