fbpx
Miðvikudagur, janúar 8, 2025
HeimFréttirGlæstur árangur borðtennisdeildar BH í liðakeppni barna og unglinga

Glæstur árangur borðtennisdeildar BH í liðakeppni barna og unglinga

Besti árangur bortennisdeildarinnar

Það var hreint ótrúlegur árangur hjá krökkunum í borðtennisdeild Bad­min­ton­félags Hafnarfjarðar á Íslands­móti barna og unglinga í liða­keppni nú um helgina í KR heimilinu. Borðtennisdeild BH vann fjóra flokka af sex á mótinu, þar af einn flokkinn með KR í flokki meyja 13-15 ára.

Eftirtektarvert var að lið 13 ára og yngri pilta í BH sigraði leikm­enn frá BH sem eru á tíunda og tólfta aldursári.

Í flokki telpna 13 ára vörðu Íslands­meistaratitilinn þær Sól og Alexía sem eru nú á 12 aldursári.

Þeir Magnús Gauti Birgisson og Birgir Ívarsson unnu liðakeppni drengja 16-18 ára þriðja árið í röð.

Harriet Cardew vann sinn fyrsta Íslands­­meistaratitil í flokki meyja 13-15 ára með vinkonu sinni Lóu Flor­ians­dóttur Zink úr KR. Eru þá ótaldir þeir BH ingar sem unnu til brons­­verð­launa í sínum flokkkum.

Þjálfari deildarinnar og formaður Borðtennissamabands Íslands, Ingimar Ingi­marsson var afskaplega stoltur af sínu fólki í lok móts.
Segir Ingimar þetta besta árangur BH til þessa í liðakeppni barna og unglinga.

Kampakátar með bikara.

Íslandsmeistarar BH

Íslandsmeistarar í liðakeppni pilta, 13 ára og yngri:

Kristófer Júlían Björnsson,
Alexander Ivanov og
Theodór Svarfdal Sveinbjörnsson

Íslandsmeistarar í liðakeppni telpna 13 ára og yngri:

Alexía Kristínardóttir Mixa og
Sól Kristínardóttir Mixa

Íslandsmeistarar í liðakeppni meyja 13-15 ára

Harriet Cardew, BH og Lóa Floriansdóttir Zink, KR

Íslandsmeistarar í liðakeppni drengja 16-18 ára:

Birgir Ívarsson og
Magnús Gauti Úlfarsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2