Kæri lesandi.
Bestu óskir um gleðiríka jólahátíð. Kærar þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Fjarðarfréttir hafa komið átta sinnum út í prentuðu formi og er dreift inn á heimili í Hafnarfirði auk þess sem blaðið hefur fengið að liggja frammi á nokkrum stöðum í bænum. Fréttavefurinn hefur nú starfað í fimm ár og vonandi veitt þér fróðleik og ánægju.
Þó Covid-19 hafi sett mark sitt á þjóðfélagið þá hefur árið samt sem áður verið viðburðaríkt og margt hefur verið að gerast í bænum og mikilvæg samfélagsumræða hefur farið fram sem er gríðarlega mikilvæg í lýðræðisþjóðfélagi. Hafnarfjörður tekur sífelldum breytingum, bærinn stækkar og margt gert til að gera samfélag og umhverfi okkar betri. Það eru þó ávallt íbúarnir sem móta samfélagið og vonandi á Hafnarfjörður eftir að dafna og vaxa enn fremur.
Ég vil hvetja þig að nýta þér Fjarðarfréttir til upplýsingaöflunar og ekki síst að láta vita af áhugaverðu fréttaefni.
Með jólakveðju,
Guðni Gíslason, ritstjóri og útgefandi.