fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirGott færi í Bláfjöllum fyrir allt skíðafólk

Gott færi í Bláfjöllum fyrir allt skíðafólk

Nú er nægur snjór í Bláfjöllum og færið var mjög gott í dag. Nokkuð fjölmennt var í fjallinu í dag, ekki síst ef marka mátti fjölda bíla á bílastæðum en greinilega gátu fleiri verið í fjallinu.

Bláfjöllin að kvöldi

Gönguskíðafólk var sérstaklega ánægt með aðstæðurnar í dag, lengri brautir voru lagðar en oft áður og voru brautirnar mjög góðar og héldust svo þrátt fyrir töluverða notkun. Þeir sem mættu snemma í fjallið nutu fegurðinnar þegar sólin settist en hinir sem komu seinna fengu að njóta stjörnuhiminsins, ekki síst gönguskíðafólk sem gekk inn á heiðina í myrkrinu.

Guðrún Þórhalla Helgadóttir

Guðrún Þórhalla Helgadóttir var ein þeirra sem steig á gönguskíði í dag og sagði hún aðstæðurnar hreint frábærar!

Bláfjallavegurinn í Hafnarfjörð var vel fær fólksbílum þó lítið þurfi til að gera hann þungfæran en fyrír íbúa í Setbergi sparast 8 km samtals ef hann er farinn í stað þess að fara um Suðurlandsveg. Er styttingin enn meiri fyrir Vallabúa. Dapurlegt að bæjaryfirvöld hafi engan áhuga sýnt á að vegurinn verði bættur og þjónusta á honum en þess í stað ákveðið að loka hinum þó heimilt verði að fara að Leiðarenda. Borið er við vatnsvernd en skiptar skoðanir hvort hún þurfi að kalla á svona aðgerðir.

Þarna varð ljósmengun úr Bláfjöllun að fallegum bjarma

Stjörnuhiminninn var fallegur frá Bláfjallaveginum og ljósin í Bláfjöllum eins og bjarmi af eldgosi.

Hér má sjá nokkrar myndir sem ljósmyndari Fjarðarfrétta tók í kvöld.

Skáli skíðagöngufélagsins Ullar
Jafnvel leiðin að Bláfjöllum var falleg í köld
Stutt er síðan Leirurnar voru eitt stórt stöðuvatn.
Brautin var góð í dag
Á Bláfjallaveginum. Ljósin í Hafnarfirði í fjarska
Leirurnar þar sem flest námskeið eru haldin
Eldur logaði fyrir utan tjaldið og þar mátti ylja sér.
Magnaður stjörnuhiminninn

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2