fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirAtvinnulífGreiða atkvæði um verkfall bæjarstarfsmanna

Greiða atkvæði um verkfall bæjarstarfsmanna

Aðgerðir gætu hafist í mars verði af verkfallsboðun

Aðildarfélög BSRB sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að undirbúa atkvæðagreiðslur um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslurnar fari fram hjá hverju félagi fyrir sig 17. til 19. febrúar og áformaðar aðgerðir hefjist í mars.

Félagsmenn aðildarfélaga BSRB sinna fjölbreyttum störfum til að mynda á Landspítalanum og í annarri heilbrigðisþjónustu, í velferðarþjónustu, skólum, leikskólum og frístundaheimilum, í sundlaugum, íþróttahúsum og þjónustu við aldraðra og fólk með fötlun. Um 19 þúsund starfsmenn ríkis og sveitarfélaga starfa undir kjarasamningum aðildarfélaga BSRB.

Félögin hafa verið kjarasamningslaus í á ellefta mánuð en kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða.

Meðal þessara félaga er Starfsmannafélag Hafnarfjarðarbæjar sem er með tæplega 700 félagsmenn. 50% félagsmanna þurfa að taka þátt í atkvæðagreiðslunni til að hún taki gildi.

Var ekki gott hljóð í Karli Rúnari Þórssyni, formanni STH, sem sagði félagsmenn orðna langþreytta á samningsleysinu.

Skora á kjörna fulltrúa sveitarfélaganna að axla ábyrgð

Landsfundur stéttarfélaga bæjarstarfsmanna haldinn dagana 5. og 6. febrúar sl. skoraði á kjörna fulltrúa sveitarfélaga að axla ábyrgð í kjarasamningagerð við félagsmenn aðildarfélaga BSRB.

„Landsfundurinn krefst þess að sveitarfélögin hætti þeim ljóta leik að ota samninganefnd sinni fram með tilboð sem mismunar starfsmönnum þeirra launalega og er óásættanlegt í samanburði við aðra kjarasamninga sem sveitarfélögin hafa nú þegar undirritað. Við samningaborðið þarf að semja um ásættanleg kjör, ganga frá ákvæðum um styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.

Þolinmæði stéttarfélaga bæjarstarfsmanna er þrotin og við erum tilbúin til að hefja aðgerðir til að knýja fram réttlátan kjarasamning fyrir okkar félagsmenn. Landsfundurinn krefst þess að sveitarfélögin gangi til samninga við starfsfólk sitt strax,“ segir í áskorun landsfundar stéttarfélaga bæjarstarfsmanna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2