fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGrunnskólastarf aftur í nær eðlilegt horf

Grunnskólastarf aftur í nær eðlilegt horf

Tekin hefur verið sú miðlæga ákvörðun fyrir grunnskóla í Hafnarfirði að

Grunnskólastarf í Hafnarfirði verður nú aftur með óbreyttu sniði. Hófst full kennsla samkvæmt stundaskrá í flestum árgöngum skólanna í dag, fimmtudag og í síðasta lagi mánudaginn 11. janúar í einstaka skólum. Nær þetta einnig til valgreina og kennslu skólaíþrótta í íþróttahúsum og sundlaugum hjá öllum nemendum.  Hver skóli mun eða hefur þegar tilkynnt forráðamönnum hvenær breytingarnar taka gildi hjá viðkomandi nemendum.

Matarþjónusta í eðlilegt horf og grímuskylda afnumin

Matarþjónusta verður einnig í eðlilegu horfi; hafragrautur að morgni og hefðbundin matarþjónusta í matsal skóla fyrir alla nemendur. Grímuskylda nemenda leggst af með öllu.

Frístundastarfið flyst úr skólastofum yngri nemenda í frístundaheimili og morgungæslan verður með sama fyrirkomulagi og í haust. Önnur starfsemi sem hliðra þurfti til vegna hólfunar færist aftur á sinn stað.

Áfram ýmsar takmarkanir

Áfram verða þó ýmsar takmarkanir í gangi varðandi skólastarfið. Þannig verða óbreyttar reglur varðandi heimsóknir foreldra, þ.e. þær eru ekki heimilar nema sérstök þörf sé á og að foreldrar séu boðaðir í skóla. Aðgengi annarra sem styðja við skólastarfið er einnig takmörkuð og grímuskylda er meðal fullorðinna eftir ákveðnum leikreglum.

Núverandi sóttvarnarreglur gilda til 28. febrúar nk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2