fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGuðlaugur Hermannsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins

Guðlaugur Hermannsson leiðir lista Frjálslynda lýðræðisflokksins

Uppstillingarnefnd Frjálslynda lýðræðisflokksins hefur skipað Guðlaug Hermannsson, framkvæmdastjóra sem oddvita framboðslistans í Suðvesturkjördæmi.

Guðlaugur Hermannsson er fæddur í Reykjavík 1950 og ólst þar upp. Hann fór í Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi og stundaði nám í skrúðgarðyrkju og starfaði við það í 20 ár á sumrin en stundaði sjómennsku á vetrum. Hann rak fiskverkun í Danmörku í 6 ár og verkaði saltfisk á markaði í suður Evrópu. Í yfir 20 ár starfaði Guðlaugur sem stundakennari í grunnskóla með hléum. Hann sótti námskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands í verðbréfamiðlun og starfaði fyrir erlend fyrirtæki á sviði fjármögnunar.

Guðlaugur hefur rekið ferðaþjónustufyrirtæki í nokkur ár. Árið 2004 stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur enn í dag. Þetta fyrirtæki er í útflutningi á sæbjúgum til Kína síðan 2009. Áhugamál hans eru ferðalög um Ísland, knattspyrna og samvera með fjölskyldu sinni sem er mjög stór og efnileg.

„Pólitíska skoðun mín snýst um lýðræði og jafnrétti með þátttöku allra án hamla né kvaða. Ísland á bjarta framtíð fyrir sér sem ég vil taka þátt í að skapa,“ Segir Guðlaugur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2