Ratleikur Hafnarfjarðar er gríðarlega vinsæll leikur og sífellt fleiri taka þátt í leiknum. Leikurinn, sem stendur yfir frá júní til 21. september, gengur út á að finna ratleiksmerki í upplandi Hafnarfjarðar og jafnvel út fyrir bæjarmörkin. Alls eru merkin 27, vítt og breytt um bæjarlandið og út fyrir það en til gamans má geta að í ár voru 8 merki í landi Garðabæjar og eitt í landi Kópavogs. Oft hafa einnig verið merki í landi Grindavíkur og í landi Sveitarfélagsins Voga.

Í leiknum eru þrír flokkar, Léttfeti, Göngugarpur og Þrautakóngur en þeir sem skila inn 9, 18 eða 27 lausnum keppa um að verða Léttfeti, Göngugarpur eða Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar hverju sinni.

Í ár var uppskeruhátíðin með óhefðbundnu sniði, send út á Facebook sl. fimmtudag. Þar var leikurinn kynntur með myndum og hann gerður upp að venju.
Dregið var úr innsendum lausnum í hverjum flokki og eru veitt þrenn verðlaun í hverjum þeirra. Þar að auki var dregið um 14 glæsileg útdráttarverðlaun sem gefin voru af fyrirtækjum og stofnunum.

Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar
Alls skiluðu 98 einstaklingar inn lausnum og höfðu fundið öll ratleiksmerkin 27. Tveir þessara gerðu sér lítið fyrir að kláruðu leikinn á einum degi og mældist gönguferð þeirra um 62 km.
Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Guðmundur Gunnarsson, Hringbraut 2B.
Fékk hann að launum glæsilegt Vatnajökul Alpha vesti frá 66° Norður.

-
- 2. sæti: Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35.
– fékk hún að launum Bose Home 500 Wifi snjallhátalara frá Origo. - 3. sæti: Einar Ólafsson, Lyngbergi 25
– fékk hann að launum 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
- 2. sæti: Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35.
Göngugarpur Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Elísa Björt Ágústsdóttir, Sævangi 47.
Fékk hún að launum glæsilegt Vatnajökul Alpha vesti frá 66° Norður.

2. sæti: Aðalheiður Helgadóttir, Hvammabraut 4.
– fékk hún að launum 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
3. sæti: Jónína Ágústsdóttir, Klukkubolti 2, Álftanesi.
– fékk hún að launum 3ja rétta máltíð frá Von mathúsi.-
Léttfeti Ratleiks Hafnarfjarðar 2020 er Birkir Ingi Jónsson, Vesturvangi 42.
Fékk hann að launum glæsilegt Vatnajökul Alpha vesti frá 66° Norður.

2. sæti: Aldís Sigurðardóttir, Kirkjuvöllum 5
– fékk hún að launum 15 þús. kr. gjafabréf frá Altís
3. sæti: Rósa Bóel Halldórsdóttir, Berjavöllum 2
– fékk hún að launum 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ

14 fengu útdráttarverðlaun
Þar sem uppskeruhátíðin var rafræn í ár áttu allir sem skiluðu inn lausnum möguleika á að verða dregnir út og fá vinning en venjulega hafa aðeins þeir sem mæta á uppskeruhátíðina átt slíka möguleika. Eftirtaldir fengu vinning:
- Auður Þórhallsdóttir, Reykjavíkurvegi 52a, fékk 5 þús. kr. gjafabréf frá Rif veitingastað
- Birkir Bóas Davíðsson, Berjavöllum 2, fékk tré frá Gróðrarstöðinni Þöll
- Birna Jóhanna Ólafsdóttir, Brekkuási 11, fékk gjafabréf frá Bank Kúnn, máltíð fyrir tvo
- Brynjar Óli Ágústsson, Sævangi 47, fékk Nike íþróttataska frá Músik og sport
- Elín Ósk Sigurðardóttir, Túnhvammi 15, fékk 10 þús. kr. gjafabréf frá Tilverunni
- Hannes Jón Marteinsson, Lóuhrauni 5, fékk 3ja rétta máltíð fyrir 2 í Von mathús
- Hlini Friðjónsson, Hvammabraut 4, fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
- Jón Þór Sturluson, Vesturhlíð 9, Rvk, fékk Gjafabréf frá Bank Kúnn, máltíð fyrir tvo
- Margrét Lene Kristensen, Lækjarbergi 25, fékk Nike íþróttataska frá Músik og sport
- Páll Línberg Sigurðsson, Norðurbakka 7c, fékk Hamborgararfjölskyldutilboð frá Burger-inn
- Silja Katrín Hallgrímsdóttir, Kvistavöllum 25, fékk 8 Gb minniskubbur frá Fjarðarfréttum
- Sveinn Elliði Björnsson, Stekkjarhvammi 20, fékk Hótelgisting fyrir tvo á Hótel Víking
- Viggó Örn Guðbjartsson, Suðurhvammi 7, fékk Hamborgararfjölskyldutilboð frá Burger-inn
- Þórður Pálsson, Háabergi 35, fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
Góð þátttaka
Mjög góð þátttaka var í Ratleiknum í ár og víða mátti sjá fólk í upplandinu sem var að taka þátt í leiknum. Ekki er hægt að segja til um það hversu margir taka þátt í leiknum hverju sinni en þeir sem skiluðu inn lausnum í von um að hreppa vinning voru 169 í ár sem er yfir meðaltali síðustu 10 ára. Hins vegar hafa aðeins einu sinni jafnmargir skilað inn öllum lausnunum 27 og í ár eða 98 talsins. Er það vel yfir helmingur þátttakenda sem það gera.
Aðeins þeir sem a.m.k. hafa fundið 9 spjöld geta skilað inn svo búast má við að þátttakendur séu töluvert fleiri en þeir sem skila. Á fimmta hundrað manns eru í Facebook hópi þátttakenda í Ratleik Hafnarfjarðar en hópurinn var stofnaður í fyrra.
Mikil ánægja með leikinn
Mikil ánægja er með leikinn sem nú var haldinn í 23. sinn. Með honum fær fólk að kynnast fjölbreyttu landslagi nágrennis Hafnarfjarðar og fræðist um sögu byggðar.
Margir lýstu ánægju sinni með leikinn í færslum við beina útsendingu frá uppskeruhátíðinni og má sjá nokkra þeirra hér að neðan:
„Takk fyrir leikinn, fyrsta skiptið sem ég klára og skila inn lausnarblaðinu.
Þetta var alveg þrælskemmtilegt og ég er búin að fara á fullt af stöðum sem ég hef aldrei komið á áður.“
„Takk Guðni og aðrir aðstandendur þessa frábæra leiks. Við hjónakorn erum strax farin að hlakka til næsta sumars.“
„Takk fyrir frábæran leik fyrir fjölskylduna.“
„Takk fyrir snilldar-ratleik!“
„Takk fyrir okkur hjónin, skemmtum okkur stórvel og lærðum mikið.“
„Takk fyrir skemmtunina í sumar.“
„Takk fyrir frábæran leik, hlakka til næst.“
Fjölmargir styrktaraðilar
Það er Hönnunarhúsið ehf. sem gefur leikinn út í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.
Aðalstyrktaraðili leiksins í ár er hafnfirska fyrirtækið Terra.
Fjölmörg fyrirtæki styrkja leikinn með vinningum og með auglýsingu á Ratleikskortinu.



Sjá nánar um leikinn á heimasíðu Ratleiks Hafnarfjarðar og á Facebook síðu Ratleiks Hafnarfjarðar.