fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimFréttirGuðrún Brá Íslandsmeistari í golfi þriðja árið í röð

Guðrún Brá Íslandsmeistari í golfi þriðja árið í röð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Bjarki Pétursson, GKG fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi 2020.

Mótið var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Lokadagurinn var æsispennandi. Bjarki Pétursson sigraði á nýju mótsmeti, en hann lék hringina fjóra á -13 samtals og bætti mótsmetið um eitt högg. Þetta er fyrsta sinn sem Bjarki sigrar á Íslandsmótinu í golfi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, voru jafnar eftir 72 holur og úrslitin réðust í þriggja holu umspili. Mikil spenna var á lokakaflanum í kvennaflokknum þar sem að Guðrún Brá jafnaði við Ragnhildi á 72. holu. Þetta er í þriðja sinn sem Guðrún Brá sigrar á Íslandsmótinu í golfi og þriðja árið í röð sem hún sigrar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2